
1. tbl. Frímúrararans árið 2022.
Nýjasta tölublað Frímúrarans er komið út hér á vef R. og mun detta inn um lúgur bræðra á komandi dögum. Eins og ávallt er blaðið fullt af fallegum og góðum greinum, sem og áhugaverðu efni.
Hér að neðan má lesa inngang ritstjóra br. Þórhalls Birgis Jósepssonar úr blaðinu — og síðan má lesa blaðið í heild sinni, ásamt eldri tölublöðum, hér á vefnum.
Heimsfaraldurinn hefur óhjákvæmi- lega sett mark sitt á allt okkar starf í Reglunni. Samkomutakmarkanir þekkjum við því miður allt of vel. Eft- ir nærri hálft annað ár, sem einkennst hafa af sóttvarnareglum og heimaset- um, fór starf okkar aftur að taka við sér nú á vordögum. Útgáfa blaðsins okkar, Frímúrarans, fór ekki varhluta af áhrifum faraldursins og hefur út- gáfu þessa tölublaðs því seinkað meira en við hefðum viljað. Vonum við að bræður sýni því skilning og um leið að útgáfa blaðsins eflist í fram- haldinu eins og annað starf í Reglunni.
Ætla mætti að takmarkanir þær, sem samkomuhald var undirorpið, hafi lamað alla starfsemi Reglu okkar, en því fer fjarri. Hér í blaðinu má fræðast um öfluga starfsemi sem bræðurnir hafa unnið, oft einir, stund- um í smærri hópum og loks á fjöl- mennum fundum þegar slakað var á takmörkunum. Tvennt stendur þar upp úr: Afar vel heppnuð ráðstefna um Alzheimer-sjúkdóminn skæða og Akureyrardagurinn, þar sem um 180 bræður sóttu mikla fræðaveislu.
Þessir viðburðir eru sérlega góður vitnisburður um hið öfluga starf sem unnið er án þess mikið beri á en springur síðan út með glæsibrag. Fræðslunefnd Frímúrarareglunnar á sannarlega heiður skilinn fyrir þann kraft og þá elju sem að baki liggur.
Rúnarbræður undirbúa stóraf- mæli stúkunnar og eru því gerð góð skil í blaðinu, annars vegar með sam- antekt Braga V. Bergmann um stúk- una á þessum tímamótum, hins vegar
með úrdrætti úr erindi Stefáns Einars Stefánssonar á Akureyrar- deginum um Sr. Friðrik Rafnar, sem var Stm. Rúnar og fyrsti Stm. St. Andr.st. Huldar auk þess að verða fyrstur frímúrara til að hljóta bisk- upsvígslu.
Þá er vert að geta þess að í þessu ástandi, þegar á yfirborðinu virtist sem kyrrstaða ríkti á öllum sviðum, varþóýmislegtaðgerast.Þráttfyrir alla óáran heldur Reglan áfram að þróast og þroskast og á Stórhátíð á liðnum jafndægrum tilkynnti SMR um merkan áfanga á þroskabrautinni: Stofnun embættis Kantors Reglunn- ar. Jafnframt greindi hann frá því að fyrstur til að gegna þessu viðamikla embætti er br. Jónas Þórir Þórisson sem um árabil hefur verið Söngstjóri Landsstúkunnar. Stofnun embættis Kantors vísar veginn til þess að tón- listariðkun í stúkum Reglunnar taki framförum á öllum sviðum. Br. Jónasi Þóri er hér óskað velfarnaðar í hinu nýja og mikilvæga embætti.
Þessi tími heimsfaraldurs hefur vissulega kennt okkur margt. Hann hefur sannarlega verið þraut, en um leið höfum við séð að með stöðugri vinnu og stöðugri leit að ljósinu sem lýsir okkur veginn tekst okkur um síðir að sigrast á erfiðleikunum.
Sumarið er nú framundan og við skulum minnast þess sem við rifjum upp hvert vor að starfinu lýkur ekki að vori, hver og einn heldur áfram uppbyggingunni með sér og sínum.