Nýr Stm. Glitnis

Vilhjálmur Skúlason

Br. Vilhjálmur Skúlason

Br. Vilhjálmur Skúlason var settur inn í embætti stólmeistara St. Jóh. st. Glitnis þann 20. nóvember síðast­liðinn af Kristjáni Sigmundssyni DSM. Vilhjálmur tók við af br. Þorsteini G.A. Guðnasyni, sem gegndi embættinu síðustu 6 árin.

Br. Vilhjálmur Skúlason, sem er fæddur í Reykjavík þann 06. desember 1962, er viðskipta­lög­fræð­ingur frá Háskólanum á Bifröst. Á árunum 1986 til 2005 starfaði Vilhjálmur við rekstur fyrir­tækis fjölskyldu sinnar, Tékk-Kristals. Vilhjálmur sat í stjórn Stofn­lána­sjóðs Kaupmanna­samtaka Íslands á árunum 1992 til 1998. Hann tók til starfa hjá Orkuveitu Reykja­víkur árið 2006 sem verkefna­stjóri í erlendum verkefnum. Árin 2007 og 2008 gegndi hann stöðu  framkvæmda­stjóra Evrópu­verkefna hjá Reykjavík Energy Invest, dóttur­félagi Orkuveitu Reykja­víkur. Árið 2008 stofnaði Vilhjálmur ásamt öðrum jarðhita­þró­un­ar­fyr­ir­tækið Reykjavík Geothermal, sem vinnur að því að þróa jarðhita­verkefni í Karabíska hafinu, Mexíkó og Eþíópíu. Vilhjálmur gegnir stöðu fjármála­stjóra hjá Reykjavík Geothermal.

Vilhjálmur var virkur í félags­málum hesta­manna á árunum 1994 til 2010, fyrst í stjórn hesta­manna­fé­lagsins Fáks og síðar í stjórn Lands­sam­bands hesta­manna­félaga þar sem hann var varaformaður frá 2002 til 2010.

Br. Vilhjálmur gekk í St. Jóh. st. Glitni árið 2002. Hann gegndi embætti vSm. Glitnis frá 2007 til 2009, vE.Stv. frá 2009 til 2013, Fh. frá 2013 til 2016, Am2 frá 2016 til 2018, Brn. Form Glitnis frá 2016 til 2018 og nú síðast embætti Am1 Glitnis frá 2018. Br. Vilhjálmur er meðhöf­undur að „Handbók fyrir Féhirða“ sem gefin var út af Fjárhagsráði Frímúr­ar­a­regl­unnar 2017. Þá var hann skipaður til setu í Fjárhagsráð Reglunnar 2017 og lét af því starfi um leið og hann tók við sem Stm. Glitnis.

Vilhjálmur er giftur Elsu Jensdóttur og eiga þau einn son. Börn Vilhjálms frá frá fyrra hjóna­bandi eru þrjú og barna­börnin eru fjögur. Stjúp­dætur Vilhjálms og dætur Elsu eru tvær.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?