Nýr Frímúrari kominn á vefinn

14. árgangur — 2. tölublað

Í nýju hefti Frímúr­arans er fjölbreytt efni að vanda. Þar er m.a. sagt frá merki­legum stúkufundi sem Hamars­bræður héldu í námum Salómons konungs í Jerúsalem í samstarfi við stúkuna Holy Land nr. 50. Fundurinn var haldinn á þeim stað sem talið er að  steinsmiðir hafi höggvið til og reist upp steina sem notaðir voru í byggingu musteris Salómons. Með þessari grein eru áhrifa­miklar myndir.

Þá er í blaðinu sagt frá fundum sem erindreki Reglunnar, Eiríkur Finnur Greipsson, hefur haldið víðs vegar um land um stöðu og ímynd Reglunnar í íslensku samfélagi. Undir yfirskriftinni „Ég er frímúrari“ er rætt við Davíð Pétursson á Grund í Skorradal, þar sem rakin er saga hans og afskipti af félags­málum og reglu­starfi. Jóhann Heiðar Jóhannsson skrifar um stórstúkuna í Skotlandi og gömlu stúkurnar þar í landi, en margir telja að uppruna Frímúr­ar­a­regl­unnar sé að leita í Skotlandi. Einnig má nefna frásögn af stúkufundi elstu rannsókn­ar­stúku í frímúr­ara­fræðum, sem starfar í London og grein eftir Arnar Þór Jónsson um frímúr­arastarf. Fleira forvitnilegt efni er í blaðinu nú sem endranær.

Smellið hér til að skoða nýjasta tölublaðið, sem 0g öll eldri tölublöð Frímúr­arans.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?