Nýr embættis- og nefnd­ar­manna­listi St. Fjölnis

Inniheldur breyt­ingar sem tóku gildi eftir lokafund Fjölnis 26. apríl 2019

Á upphafssíðu Fjölnis á innri vef Reglunnar er nú að finna nýjan embættis- og nefnd­ar­manna­lista. Á hverju starfsári verða einhverjar breyt­ingar á þeim hópi sem gegnir embættis­verkum innan stúkunnar og sama gildir um þær nefndir sem starfa fyrir Fjölni.

Fjöln­isbrr. eru hvattir til að skrá sig inn á innri vefinn og kynna sér hvaða brr. gegna mismunandi embættum og einnig hvaða brr. eru í bræðra- og fræðslu­nefndum.

Hægt er að nálgast listann með því að skrá sig á innri vefinn og smella í framhaldi á tengilinn Embætt­ismenn sem er í hægra dálki. Í þessum lista er að finna alla aðal- og varaemb­ætt­ismenn Fjölnis og þá brr. sem sitja í nefndum, hvort sem þeir eru skipaðir í nefndir eða kallaðir til sem aðstoð­armenn. Hægt er að fá frekari upplýs­ingar um hvern br. með því að smella á nafn viðkomandi.

Það er mikilvægt að allir Fjöln­isbrr. hafi yfirsýn og geti með auðveldum hætti nálgast þá brr. sem gegna ákveðnum störfum innan stúkunnar. Þar með er tryggt aðgengi að þessum brr. ef óskað er eftir aðstoð þeirra.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?