Nýjasti Frímúr­arinn er kominn á vefinn

14. árgangur — 1. tölublað

Frímúr­arinn. 14. árgangur — 1. tölublað

Í nýjasta tölublaði Frímúr­arans kennir ýmissa grasa. Fjallað er um sérstakan hátíð­arfund ensku Stórstúk­unnar í tilefni af 300 ára afmæli hennar, viðtal við Erindreka Reglunnar, umfjöllun er um St. Jóh.st. Akur á Akranesi og hin forna stúka Coupar o´Fife í heimsótt. Þá eru fastir liðir á borð við umfjöllun Skjala­safns, Minja­safns, Ljósmynda­safns og fræðslu­stúk­unnar Snorra, auk þess sem fjallað er um Reglu­hátíð og Stórhátíð. Sérstaka athygli vekur þó nýr liður í blaðinu, „Ég er frímúrari“ en þar er hugmyndin sú að spjalla við almenna bræður um stúku­starf, upplifun þeirra af Reglunni og daglegt líf þeirra. Sá sem ríður á vaðið er enginn annar en Sveinn í Kálfs­skinni.

Hægt er að smella hér til að skoða nýjasta tölublaðið, sem og öll eldri tölublöð Frímúr­arans.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?