Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 25. september Sjá nánar.

Netsamkoma St.Jóh. Mælifells

Netsamkoma Mælifells 7.apríl 2020

Netsamkoma Mælifells­bræðra

Í samkomu­banni því sem nú ríkir á landinu er nauðsynlegt að skoða hvernig hægt er að ná til bræðra með einhverjum hætti en við gerum alla jafna. Ekkert kemur í staðinn fyrir okkar hefðbundnu fundi, en gott er að vera í sambandi við aðra bræður með einhverjum hætti t.d. að hringja sín á milli sem er afar mikilvægt á þessum tímum. Það kviknaði því hugmynd að bræðurnir gættu hist „í mynd“ með einhverjum hætti og eru möguleikar á því nokkrir. Það var ákveðið að gera tilraun að halda svokallaða netsamkomu með fundar­for­ritinu Microsoft Teams.  Eftir að örygg­is­þættir höfðu verið greindir og farið yfir hvað við mættum fjalla um á þessari samkomu var búinn til hlekkur fyrir bræðurna á innri vef Reglunnar. Búnar voru til leiðbein­ingar með myndbandi þar sem bæði var fyrir yfir hvernig á að tengjast innri vef Reglunnar og síðan hvernig ætti að tengjast inn á fundar­for­ritið. Allt gekk þetta mjög hratt fyrir sig þar sem hugmyndin kviknaði 4.apríl. Eftir að leyfi fékkst fyrir þessu þá voru gerðar tilraunir með tengingu inn á netsam­komuna. Þær gengu mjög vel og í framhaldinu var Kristján Björnsson SÆK og Vígslu­biskup í Skálholti fenginn til að vera með erindi.

Það er skemmst frá því að segja að þetta gekk allt ljómandi vel og þriðju­daginn 7.apríl kl.20 hófst síðan netsam­koman. Bræður byrjuðu á að tengjast sig vel fyrir fund eða upp úr kl.19:30. 39 bræður tengdust á fundinn, 23 Mælifells­bræður og 16 bræður úr öðrum stúkum, en netsam­koman var í raun opin öllum bræðrum, þar sem hlekkur á hana var á innri vef Reglunnar eins og áður segir. Bræður kynntu sig í byrjun fundar og sögðu úr hvaða stúku þeir voru. Að því búnu flutti br. Kristján erindi sitt, sem var virkilega fallegt og innihaldsríkt. Orðið var síðan gefið laust að loknu erindi. Fundinum lauk síðan formlega um kl.20:50.

Bræður voru mjög ánægðir með þessa netsamkomu og vonandi getum við endur­tekið þetta á meðan samkomubann ríkir. Leiðbein­ingar um hvernig tengjast á inn er komið á vef Reglunnar sem ætti að hjálpa bræðrum í að tengjast á innri vefinn og svona samkomur í framhaldinu.

Mælifells­bræður vilja þakka öllum sem greiddu þeirra í sambandi við allt þetta ferli og aðstoðuðu til að gera þetta að veruleika.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?