Starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 24. febrúar 2021 Sjá nánar.

Netsamkoma St. Jóh. Mælifells

11. október 2020

Næstkomandi sunnudag 11. október, kl. 20:00, verður netsamkoma Mælifells­bræðra. Samkoman verður opnuð kl. 19:45 og geta bræður þá tengst.

Netsam­koman er í 45 mín og er aðal verkefni samkom­unnar stutt erindi, fræðsla og tónlist. Til að geta tekið þátt í samkomunni þurfa þeir að skrá sig á hann með því að tengjast innri vef Reglunnar. Hægt er að smella á tengil hér að neðan til að komast í skráningu.

Leiðbein­ingar um hvernig má skrá sig á innri vef R. má skoða hér.

Bræður munu fá sendan tengil með tölvu­pósti á samkomudegi og tengjast þannig samkomunni. Aðeins þeir bræður sem skrá sig fá sendan tengil með þessum hætti.

Smellið hér til að opna skráningu á fundinn.

Dagskrá

  1. Bræður tengjast og spjalla
  2. Samkoma sett og samkomusiðir lesnir upp
  3. Fræðsla – 10 mín
  4. Tónlist
  5. Erindi
  6. Tónlist
  7. Ávarp Stólmeistara
  8. Lok samkomu og létt spjall

Ef að bræður þurfa aðstoð við að tengjast innri vef eða samkomunni sjálfri er hægt að hafa samband við Hjört í síma 821-7041 eða Jón Þorstein í síma 891-8732.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?