Næstkomandi sunnudag 11. október, kl. 20:00, verður netsamkoma Mælifellsbræðra. Samkoman verður opnuð kl. 19:45 og geta bræður þá tengst.
Netsamkoman er í 45 mín og er aðal verkefni samkomunnar stutt erindi, fræðsla og tónlist. Til að geta tekið þátt í samkomunni þurfa þeir að skrá sig á hann með því að tengjast innri vef Reglunnar. Hægt er að smella á tengil hér að neðan til að komast í skráningu.
Leiðbeiningar um hvernig má skrá sig á innri vef R. má skoða hér.
Bræður munu fá sendan tengil með tölvupósti á samkomudegi og tengjast þannig samkomunni. Aðeins þeir bræður sem skrá sig fá sendan tengil með þessum hætti.
Dagskrá
- Bræður tengjast og spjalla
- Samkoma sett og samkomusiðir lesnir upp
- Fræðsla – 10 mín
- Tónlist
- Erindi
- Tónlist
- Ávarp Stólmeistara
- Lok samkomu og létt spjall
Ef að bræður þurfa aðstoð við að tengjast innri vef eða samkomunni sjálfri er hægt að hafa samband við Hjört í síma 821-7041 eða Jón Þorstein í síma 891-8732.