
2021, Frímúrarareglan á Íslandi, FRMR, Fræðaráð, Leiðtogar, Námskeið, Ræðumeistarar
Námskeið á vegum Stúkuráðs og Fræðaráðs fyrir Ræðumeistara og Leiðtoga St. Jóh. og St. Andr. stúknanna var haldið laugardaginn 16. október 2021. Boð fengu allir aðal- og varaembættismenn stúknanna.
Fyrir hádegi mættu Ræðumeistararnir og eftir hádegi Leiðtogarnir, samtals 67 bræður starfandi embættismenn frá 14 stúkum. Lærdómsrík erindi, kynningar og stutt ávörp fluttu samtals 14 bræður, flestir fyrrverandi embættismenn í sínum stúkum í þessum tveimur embættum. Boðið var jafnframt upp á opnar umræður og spurningar um efni erindanna og hlutverk og skyldur bræðra í þessum embættum.
Í lokin fylltu þátttakendur út svonefnd „matsblöð“ til að gefa til kynna ánægju sína (eða hugsanlega óánægju með einstaka þætti) og til að beina athugasemdum til námskeiðsnefndarinnar um bæði það sem vel tókst og það sem betur mætti fara. Almennt séð var ánægja þátttakenda með námskeiðið yfirgnæfandi. Námskeiðsnefndin sendir öllum þeim bræðrum sem komu að námskeiðinu á einn eða annan hátt sínar bestu þakkir.
Hér að neðan eru myndir sem teknar voru á námskeiðinu. Ljósmyndirnar tók Jón Svavarsson.

Námskeið fyrir Ræðumeistara og Leiðtoga
Námskeið á vegum Stúkuráðs og Fræðaráðs fyrir Ræðumeistara og Leiðtoga St. Jóh. og St. Andr. stúknanna var haldið laugardaginn 16. október 2021.