Námskeið fyrir Ræðumeistara og Leiðtoga

2021, Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi, FRMR, Fræðaráð, Leiðtogar, Námskeið, Ræðumeistarar

Námskeið á vegum Stúkuráðs og Fræðaráðs fyrir Ræðumeistara og Leiðtoga St. Jóh. og St. Andr. stúknanna var haldið laugar­daginn 16. október 2021.  Boð fengu allir aðal- og varaemb­ætt­ismenn stúknanna.

Fyrir hádegi mættu Ræðumeist­ar­arnir og eftir hádegi Leiðtog­arnir, samtals 67 bræður starfandi embætt­ismenn frá 14 stúkum. Lærdómsrík erindi, kynningar og stutt ávörp fluttu samtals 14 bræður, flestir fyrrverandi embætt­ismenn í sínum stúkum í þessum tveimur embættum. Boðið var jafnframt upp á opnar umræður og spurn­ingar um efni erindanna og hlutverk og skyldur bræðra í þessum embættum.

Í lokin fylltu þátttak­endur út svonefnd „matsblöð“ til að gefa til kynna ánægju sína (eða hugsanlega óánægju með einstaka þætti) og til að beina athuga­semdum til námskeiðs­nefnd­ar­innar um bæði það sem vel tókst og það sem betur mætti fara.  Almennt séð var ánægja þátttakenda með námskeiðið yfirgnæfandi. Námskeiðs­nefndin sendir öllum þeim bræðrum sem komu að námskeiðinu á einn eða annan hátt sínar bestu þakkir. 

Hér að neðan eru myndir sem teknar voru á námskeiðinu. Ljósmynd­irnar tók Jón Svavarsson.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?