Næsti fundur Iðunnar í Reykja­nesbæ

Í stúku­heimili Sindra bræðra

Nú líður senn að næsta fundi í stúkunni  Iðunni, sem fram fer í stúku­heimili Sindra-bræðra í Reykja­nesbæ laugar­daginn 10. nóvember n.k. Að venju verður fundurinn í hádeginu kl. 12.00 og að honum loknum verður borðhald, þar sem væntanlega verður borin fram súpa. Dagskrá fundarins verður hefðbundin, m.a. erindi og hljómlist.

IÐUNNAR-rútan verður til reiðu og fer hún frá Reglu­heim­ilinu við Bríet­argötu í Reykjavík kl 10.30 á fundar­dags­morgun og skilar bræðrum aftur á sama stað að fundi loknum. Fargjaldið er kr. 1.000.- í seðli, enginn posi um borð. Stoppað verður við Reglu­heimilið í Hafnar­firði og teknir inn bræður, sem þar mæta upp úr kl. 10.30, ef einhverjir óska þess, (sama fargjald ).

Bræður sem hyggjast nýta sér að fara með IÐUNNAR-rútunni vinsamlega sendið ritara svarpóst við þennan póst sem fyrst og látið um leið vita, hvort þið mætið í Reykjavík eða Hafnar­firði.

Til minnis eru hér á eftir tími og staður funda IÐUNNAR í vetur, svo bræður geti skrifað tímana í dagbækur sínar. Geta má þess, að fundurinn á Ísafirði var frábær, skemmti­legur og fróðlegur í senn, svo ekki sé talað um félags­skapinn og helgar­dag­skrána í heild sinni.

Til að skoða myndir sem teknar voru í ferð Iðunnar til Ísafjarðar er smellt hér

Myndirnar tók br. Guðmundur R.J. Guðmundsson, grjg@nymynd.is , GSM: 893 4110.

Fundar­staðir og tími funda st.Jóh.st. IÐUNNAR, 2018 – 2019.

Fjárhags­stúka 1°   29. september 2018                                 Ísafjörður (Njála)

Fundur 1°              10. nóvember 2018                       Reykja­nesbær (Sindri)

Jólafundur 1°           8. desember 2018                      Reglu­heimilið Reykjavík

Fundur 1°              26. janúar 2019                            Reglu­heimilið Reykjavík

Fundur 1°                2. marz 2019                              Stykk­is­hólmur (Borg)

Lokafundur 1°          6. apríl 2019                               Reglu­heimilið Reykjavík

IÐUNNAR-rútan til reiðu vegna funda utan Reykja­víkur og verður sérstakur póstur sendur bræðrum til að bóka far og gistingu þegar það á við.

Rútufar pantist hjá ritara s. 893 4416 eða arnilar@fstorg.is .

Með brl. kveðjum

Ólafur Helgi Kjart­ansson, Stm. IÐUNNAR

Árni Ól. Lárusson, Ritari IÐUNNAR

 

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?