Sunnudaginn 17. mars bauð St. Jóh. stúkan Edda eldri bræðrum til kaffisamsætis. Byrjað var á skoðunarferð um húsið undir leiðsögn br. Snorra Magnússonar en margir eldri bræður hafa ekki komið í stúkusalina nokkuð lengi. Ýmislegt var rifjað upp og virtust bræðurnir njóta þessarar upprifjunar. Eftir hringferðina var síðan sest að hlöðnu kræsingaborði sem undirbúið var af bræðranefnd Eddu. Stm stúkunnar talaði til bræðranna og síðan var drukkið kaffi og spjallað fram eftir degi.

Heldribræðrakaffi St. Eddu 17. mars 2019
Sunnudaginn 17. mars bauð St. Jóh. stúkan Edda eldri bræðrum til kaffisamsætis.