Allt stúkustarf frá 11. mars til loka starfsársins 30. júní 2020 fellur niður. Sjá nánar.

Myndir frá heldribrr.kaffi Eddu

17. mars 2019

Sunnu­daginn 17. mars bauð St. Jóh. stúkan Edda eldri bræðrum til kaffi­sam­sætis. Byrjað var á skoðun­arferð um húsið undir leiðsögn br. Snorra Magnús­sonar en margir eldri bræður hafa ekki komið í stúku­salina nokkuð lengi. Ýmislegt var rifjað upp og virtust bræðurnir njóta þessarar upprifjunar. Eftir hring­ferðina var síðan sest að hlöðnu kræsinga­borði sem undirbúið var af bræðra­nefnd Eddu. Stm stúkunnar talaði til bræðranna og síðan var drukkið kaffi og spjallað fram eftir degi.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?