Musteri Salomons – Fyrir­lestur hjá stúkunni Snorra

Birting­ar­myndir muster­isins í fræðum ungbræðra­stigsins

Rannsókna­stúkan Snorri boðar til stúkufundar mánudaginn 12.mars, 2018 sem opinn er öllum bræðrum.

Fyrir­lesari er br. Stefán Einar Stefánsson VII° og flytur okkur erindi sem hann nefnir:

Musteri Salomons:

Birting­ar­myndir muster­isins í fræðum ungbræðra­stigsins

Br. Stefán Einar Stefánsson gekk í St. Jóh. st. Mími árið 2008. Í St.Mími hefur hann gegnt embætti varaleiðtoga. Hann hefur einnig gegnt embætti vara yngri stólvarðar í Rannsókna­stúkunni Snorra og frá árinu 2017 embætti yngri stólar­varðar stúkunnar. Frá sama tíma hefur hann átt sæti í fræðslu­nefnd Frímúr­ar­a­regl­unnar.

Br. Stefán Einar er með Ba. og cand.theol. gráðu frá guðfræði­deild Háskóla Íslands. Þá hefur hann einnig lokið Ma. gráðu í viðskiptasið­fræði frá heimspeki­deild HÍ. Br. Stefán hefur sinnt kennslu í siðfræði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Á árunum 2011-2013 var br. Stefán formaður VR. Hann er nú blaða­maður og aðstoð­ar­frétta­stjóri viðskipta á Morgun­blaðinu.

Að erindi loknu flytur br. Jóhann Heiðar Jóhannsson X° álit sitt á erindi br.Stefáns.

Fundurinn hefst kl 19.00 og fer fram í Reglu­heim­ilinu í Reykjavik.  Á fundinn koma bræður í St.Jóh.st. Mími í heimsókn.

Markmið Rannsókna­stúk­unnar SNORRA er að að gangast fyrir rannsóknum, skrifum, fyrir­lestrum og umræðum um fræði, sögu, starfsemi og markmið Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi og málefni þessu tengd.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?