Mjög áríðandi tilkynning til bræðra á VIII stigi og ofar

Að gefnu tilefni er bræðrum sem ætla að taka þátt í Stórhá­tíð­ar­fundi þann 6. ágúst n.k. bent á að skrán­ingin verður að gerast á heimasíðu Reglunnar. Skráning á Stórhá­tíð­arfund sem féll niður þann 19. mars GILDIR EKKI á fundinn þann 6. ágúst 2020.

Öllum sem greiddu skrán­ing­ar­gjald v. fundarins 19. mars, hefur verið endur­greitt, en mögulega þurfa sumir að bíða í einhverja daga til að sjá þá greiðslu á korta­yf­irliti sínu.

Skráningu á fundinn hefur verið lokað.

Tilmæli yfirvalda

Þá eru jafnframt ítrekuð tilmæli íslenskra yfirvalda til almennings, um varúð­ar­ráð­stafanir vegna COVID-19.

Farið er fram á snertilaus samskipti á öllum samkomum Reglunnar og að bræður hlýti tilmælum sóttvarna­yf­ir­valda að öllu öðru leyti.

Þeir einstak­lingar sem tilheyra áhættu­hópum eða umgangast aðra sem þeim tilheyra, takmarki eftir fremsta megni veru sína í margmenni og fjölda­sam­komum. Sjá www.covid.is

Auk þessa eru það eindregin tilmæli til bræðra sem eru nýkomnir frá útlöndum, eru veikir eða eru á einhvern hátt áhyggju­fullir um að smitast, að þeir sæki ekki fundi á meðan þessi illvígi vágestur herjar á okkar samfélag.

Með sumarkveðju, St.Sm. og St.R.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?