Mímir – Starfsárið fer í hönd

Fjölbreytt dagskrá framundan

Það verður nóg um að vera hjá okkur Mímis­bræðrum í vetur eins og sjá má í bréfi sem Stm okkar sendi til okkar nú á dögunum. Við förum hér yfir það helsta því það er gott að hafa þetta á einum stað þannig að bræður geti flett því upp hér á síðunni. Auk hefðbundinna funda á mánudögum þá er dagskráin svona í stórum dráttum:
Heldri­bræðra kaffi: 9. okt, 13. nóv, 22. jan og 4. mars. Þar er alltaf líf og fjör og mikið spjallað.
Fræðslufundir: á I° í samstarfi við Glitn­is­bræður 2. nóv og 25. jan. Alltaf gott að mæta á svona fundi og rifja upp grunninn.
Á II ° 23. nóvember. Falleg og skemmtileg gráða sem hollt er að rifja upp reglulega.
12. okt:  Haust­fagnaður með systrum og hér mæta auðvitað allir með systur sér við arm.
28. okt: Nú heimsækjum við Keflvíkinga og höldum fund í heimilinu hjá þeim. Alltaf gaman að koma til Kefla­víkur þar sem alltaf er tekið vel á móti okkur.
2. des: Heimsækjum Rannsókn­ar­stúkuna Snorra.
6. des: Jólagleði með systrum og hátíð­armatur eftir góða stund í Hátíð­ar­salnum.
16. des: Jólin koma í fyrra fallinu í ár. Jólafund­urinn sem er alltaf svo hátíð­legur og fallegur.
6. jan: Nú liggur leiðin í Hafnar­fjörð þar sem við höldum fund.
10. feb: Hátíðar- og veislufundur. Fallegur fundur og virkilega góður matur.
15. feb: Systra­kvöld okkar ásamt bræðrum og systrum úr Fjölni.

Eldra efni

III˚ í upphafi 2020.
Fundur á I°
Fyrsti fundur ársins 2020

Innskráning

Hver er mín R.kt.?