Mímir hittist í hádeg­isverð

Hádeg­is­hitt­ingur

Í upphafi ágúst­mánaðar, þann 1.ágúst hittust Mímis­bræður í hádeg­isverð á Grand Brasserie líkt og hefð er fyrir. Alls komu saman 15 Mímis­bræður og snæddu tvíréttaða máltíð sem Úlfar Finnbjörnsson kokkur matreiddi af sinni alkunnu snilld. Það var greinilegt að bræður voru í sumarskapi, skipst var á sögum úr sumar­leyfum og málefnin reifuð. Það er alltaf notalegt að koma saman og njóta góðrar máltíðar og félags­skaps bræðra. Þá er greini­legur hugur fyrir haustinum kominn í mannskapinn og líður senn að því að huga þarf að fötum og fleiru svo hægt sé að halda til fundar. En það er ennþá sumar í loftinu og því er um að gera að njóta þess sem mest má. Hittumst heilir og gleðilegt sumar.

Eldra efni

Fundur á I°
Fyrsti fundur ársins 2020
Jólagleði Mímis

Innskráning

Hver er mín R.kt.?