Allt starf og samkomur felldar niður fram til 2. febrúar 2022 Sjá nánar.

Mímir hittist í hádeg­isverð

Fyrsti hádeg­is­hitt­ingur sumarsins

Á sumrin þegar að hefðbundið stúku­starf liggur í dvala hafa bræðurnir haft þann sið að koma saman fyrsta fimmtudag hvers mánaðar og snæða saman hádeg­isverð.

Þann 3.júní síðast­liðinn voru hátt í 30 Mímis­bræður mættir á Grand Brasserie til samveru og gæddu sér á ljúffengri fiskmáltíð. Það var greinilega kominn sumarfiðr­ingur í flesta og ekki annað að sjá en að allir væru glaðir og reifir. Margir huga að ferða­lögum innan­lands, einhverjir úr fyrir lands­steinana. Golfsumarið er hafið hjá bræðrum, sumir stefna á hjólreiða­ferðir með Sleipni – reiðhjóla­klúbb Reglunnar og enn aðrir hyggja á hjóla­ferðir með Fenri – bifhjóla­klúbb Reglunnar. Það er af mörgu að taka og flestir geta fundið sér eitthvað við hæfi.

Við óskum öllum gleðilegs sumars og vonumst til þess að hittast hressir í næsta hádeg­is­hitting.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?