Mímir heimsækir S:t Johann­eslogen Adolf Fredrik

7. – 11. nóvember 2019

Stúkan Mímir hefur skipulagt bræðra- og systraferð til Stokk­hólms fimmtu­daginn 7. til mánudagsins 11.nóvember 2019 til að heimsækja virðulega frímúr­ara­stúkuna Adolf Fredrik í Stokk­hólmi.

Laugar­daginn 9. nóvember verður fundur á I. stigi (svart vesti) uppúr hádeginu með upptöku og um kvöldið er glæsileg Hátíðar- og veislu­stúka (hvítt vesti), sem verður jafnframt einstakt Systra­kvöld

Margt verður á dagskrá fyrir bræður og systur og verður ítarleg dagskrá send út til ferða­langa þegar nær dregur og allar upplýs­ingar liggja fyrir frá stúkunni Adolf Fredrik.

Lögð verður mikil áhersla á að gera þátttöku systranna í ferðinni sem ánægju­legasta og að þær upplifi þessa heimsókn til Stokk­hólms og í Bååtska frímú­ara­höllina í Stokk­hólmi, sem einstakan viðburð. Höllin var byggð árið 1660 en Sænska frímúr­ar­a­reglan hefur haft aðsetur í höllinni síðan 1877.

Stokk­hólmur er falleg og lifandi borg og margt að sjá og upplifa. Gist verður á Scandic Downtown Camper hótelinu sem er staðsett í hjarta Stokk­hólms í göngufæri við margt af því helsta í miðbænum.

Allir Mímis­bræður og systur eru hvött til að taka þátt í þessari einstöku ferð og að bóka sem fyrst þátttöku á heimasíðu reglunnar :

Lokað er fyrir skráningu: uppselt.

Hægt er að setja bræður á biðlista

Stólmeistari Mímis
Ferða-og skemmt­i­nefnd Mímis

Verð

Verð með flugi og hóteli
97.000 kr. á mann í tvíbýli með hjónarúmi*
112.000 kr.á mann í tvíbýli með 2 rúmum*
Verð á flugi án hótels
34.615 kr.flug með sköttum og farangri.
Verð á hóteli án flugs
65.400 kr.á mann í tvíbýli með hjónarúmi*
81.000 kr.á mann í tvíbýli með 2 rúmum*

Innifalið í verði og ítar upplýs­ingar

Flug, flugvalla­skattar. 1 innrituð taska allt að 23.0 kg. 1 taska í handfar­angri allt að 10.0 kg. og þjónustu­gjald. *Gisting í 4 nætur m/morgun­verði.

14 dögum eftir að bókun hefur verið gerð þarf að greiða staðfest­ing­ar­gjald 15.000 kr. á mann, sem er óendurkræft. Akstur til og frá flugvelli er um 3.300 kr. á mann og er ekki inní verðinu, eins og er. En verður greiddur í lokagreiðslu. Greiðsla fer í gegnum hópadeild Icelandair, sem mun fljótlega senda okkur greiðslu­upp­lýs­ingar og fyrir­komulag.

Nota má vildarpunkta og/eða afslátt­armiða verka­lýðs­félaga uppí ferðina.
Verð miðast við gengi tilboðs­dagsins.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?