Mímir – Hátíðar- og Veislufundur

St.Joh.st.Mímir - 66 ára

Það var glatt á hjalla mánudags­kvöldið 18.febrúar síðast­liðinn þegar að St.Mímir hélt Hátíðar- og Veislufund í tilefni 66 ára afmæli stúkunnar.

Alls mættu 105 bræður til fundar og þar af fjölmargir gestir. Hefðbundin hátíð­ar­dagskrá fór vel fram. Ræðumeistari stúkunnar hélt erindi og sönghóp­urinn Mímistónar flutti nokkur lög undir dyggri stjórn Söngstjóra.

Að fundi loknum tók Veislufund­urinn við og var borðhaldið ekki síður ánægjulegt. Skemmtileg erindi og sögur fengu að njóta sín í bland við listagóða máltíð. Í kjölfar eftir­réttar sungu Mímistónar aukanúmer og að máltíð lokinni var boðið upp á kaffi og konfekt. Ánægjuleg kvöld­stund rann sitt skeið og sammæltust bræður um að fundar- og borðhald hafi verið sérlega vel heppnað í alla staði.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?