Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

Mímir – hádeg­is­hitt­ingur

Nú er sumar gleðjist gumar

Fimmtu­daginn 1.júlí komu rúmlega 20 Mímis­bræður saman til hádeg­is­verðar á Grand Brasserie. Engan bilbug var að finna á neinum og ljóst að allir voru komnir í sumarskap. Á boðstólum voru kjúklinga­grill­spjót og meðlæti – svokallað „kjÚlla-la“ – sem matreiðslu­meist­arinn Úlfar Finnbjörnsson reiddi fram af sinni alkunnu snilld. Úlfar er góðvinur Mímis­bræðra og hefur m.a verið okkur innan handar í undir­búning og matreiðslu á Villi­bráð­ar­kvöldum stúkunnar undan­farin ár.

Að máltíð lokinni drukku bræður saman kaffisopa og gæddu sér á konfekti. Margt var skrafað og ljóst að bræður eru brattir fyrir hausti komandi, fullbólu­settir og reiðu­búnir að taka til starfa í stúkunni. Þangað til hvetjum við alla til þess að fara að öllu með gát og huga að smitvörnum.

Hittumst heilir.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?