Mímir fundar á Meist­ara­stiginu

Fyrsti fundur almanaks­ársins

Mánudaginn 22.mars síðast­liðinn komu Mímis­bræður saman til fundar á Meist­ara­stiginu. Það gætti töluverðrar eftir­væntn­ingar í hópnum þar sem þetta er fyrsti fundur almanaks­ársins og langt um liðið síðan að bræðurnir gátu komið saman til fundar í húsakynnum Reglunnar. Hópurinn taldi 26 bræður og heiðraði einn góður gestur okkur með nærveru sinni. Sem fyrr segir var þessi góði fundur á III° og fór hann vel fram. Ítrustu fyrir­mælum um sóttvarnir var fylgt eftir og þrátt fyrir það skapaðist sú gamal­gróna stemmning sem fylgir fundum í stúkunni hverju sinni. Okkar ágæti v.ræðumeistari flutti kjarngott erindi og innihaldsríkt. Að fundi loknum söfnuðust bræður saman til langþráðrar bræðra­mál­tíðar. Vel fór á með bræðum undir borðhaldi og greinilegt að gleði og léttleiki ríkti við þessa fagnað­ar­fundi.

Næsti fundur í stúkunni er ráðgerður mánudaginn 29.mars n.k og verður hann á I°. Það verður svokallaður „kótilettufundur“. Verður sama fyrir­komulag haft á um skráningu á fundinn, þ.e rafræn skráning. Því hvetjum við bræður til þess að fylgjast vel með þegar að opnar fyrir skráningu. Þangað til óskum við þess að allir bræður hlúi vel að hverjum öðrum og sínum nánustu, gæti að sóttvörnum og fari að öllu með gát. Hittumst heilir.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?