Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Mímir fundar á Meist­ara­stiginu

Síðasta III° fyrir jól

 Á mánudags­kvöldið var komu tæplega 30 bræður saman til fundar á III°. Ákveðin stemmning hvílir alltaf yfir þessari gráðu og raunar fór svo að ekki verður hægt að fara nánar út í hér. Fullyrða bræður sem sátu fundinn að hann hafi verið sérstaklega áferða­fal­legur og að sá atburður sem átti sér stað hafi einungis aukið á upplifun allra viðstaddra svo um munar.
Bræður gestir voru tveir. Auk þess heiðraði einn R&K okkur með nærveru sinni og er það ávallt ánægjulegt. Að fundi loknum snæddu viðstaddir bróður­máltíð með hátíð­legum blæ, kalkún og tilheyrandi. Vararæðu­meistari flutti erindi og mælti til stigþega og að endingu drukku bræður kaffi- og tesopa.
Næsti fundur í St.Jóh.st.Mími verður mánudaginn 16.desember n.k. – Jólafundur. Það fer vel og er í anda jólanna að hugsa til allra bræðra sem eiga ekki hægt um vik að komast til fundar og bjóða þeim að sameinast í bíla. Hittumst heilir.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?