Mímir fundar á I°

Vetur nálgast!

Fundað var á ungbræðra­stiginu á mánudags­kvöldið var. Fór fundurinn vel fram í alla staði. Vararæðu­meistari stúkunnar, br.Hjálmar Jónsson flutti stórgott erindi og að fundi loknum var sest að bræðra­máltíð þar sem boðið var uppá afbragðs fiskmáltíð. Að máltíð lokinni drukku bræður kaffi og te áður en haldið var heim á leið eftir vel heppnaða kvöld­stund í stúkunni Mími. Þrátt fyrir að vetur konungur nálgist óðum er ekki bilbug að finna á bræðrunum sem vita mætavel að birtu og yl er að finna inna veggja stúkunnar.

Vert er að minna á, að næsti fundur í St.Jóh.st.Mími verður haldinn í Keflavík. Fundað verður á I° og vonast er til að flestir mæti, því eins og segir í laginu, „gaman er að koma í Keflavík – kvöldin þar þau eru engu lík“. Hittumst heilir.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?