Mikil ánægja með opið hús hjá Hlésbræðrum

Um 100 gestir komu í heimsókn

Laugar­daginn 6. júlí s.l. voru Hlésbræður í Vestmanna­eyjum með opið hús í Stúku­heimili st. Jóh. st. Hlés.

Opna húsið var í haldið í tengslum við Gosloka­afmæli Vestmanna­eyja­bæjar, en þá minnast eyjamenn þess að goslok voru opinberlega tilkynnt þann 3. júlí 1973.

Í ár var gosloka­af­mælið sérstaklega veglegt þar sem að kaupstað­urinn, líkt og Frímúr­ar­a­reglan, hélt upp á 100 ára afmæli sitt og því sérstaklega gaman að tengja þessa atburði saman.

Opna húsið átti að byrja klukkan 14:00 og standa til klukkan 16:00 en ásóknin var þvílík að gestir smeygðu sér inn með einum bróðirnum sem var að mæta til „vinnu“ við opna húsið og eftir það var stannslaus traffík og síðustu gestir fóru út um 16:30, eða hálftíma síðar en til stóð að loka húsinu.

Hátt í 70 nöfn voru rituð í gesta­bókina og áætlað er að yfir 100 manns hefðu komið og fræðst um starfsemi Frímúr­a­regl­unnar.  Gestir voru almennt ánægðir með framtakið og jákvæðir gagnvart Reglunni.  Margir höfðu á orði að heimsóknin hafi verið áhugaverð og fræðandi.

Við sem að störfuðum við opna húsið vorum uppteknir allan tímann við að svara fyrir­spurnum gesta og leiða þá um húsið.

M.brl.kv.
Hallgrímur G. Njálsson – Am Hlés

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?