Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 21. október 2021 Sjá nánar.

Meist­ara­legur fundur á III°

5. október 2021

Góðmennt var á fyrsta III° fundi vetrarins og ekki mátti sjá á embætt­is­færslum að langt hafi verið síðan síðast. Það hefði mátt halda að bræður okkur sem embættuðu, og nokkrir gerðu það í fyrsta sinn á fundinum, hefðu ekki gert annað heima á meðan bylgjur Covid-19 riðu yfir en að æfa sig. Fundurinn var fyrir vikið afskaplega fallegur á þessu indæla október kvöldi og bróðir okkar sem gekk upp í flokk meistara, sá fyrsti í meira en ár, var virkilega vel að því kominn. Það verður ekki sagt annað en þessi meist­aralegi fundur gefur góð fyrirheit um það sem koma skal í vetur.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?