Mælifells­bræður í Róm haustið 2019

Mælifells­bræður fóru til Rómar og heimsóttu 2 stúkur

Lira e Spada Lodge no. 7

Það var flottur hópur Mælifells­bræðra og systra sem fór í ferð til Rómar 3. – 9. október 2019.

Lagt var af frá Keflavík fimmtu­daginn 3. október og flogið fyrst til Frankfurt þar sem áð var í smá tíma og þaðan var síðan flogið til Rómar þar sem lent var um kvöldið. Þaðan var haldið beint á Hotel Londra & Cargill þar sem hópurinn gisti saman. Ljómandi gott veður var í Róm alla þessa daga og eins og allir vita er þar mikið að skoða og flestir tóku því föstu­dags­morg­uninn snemma og fóru að skoða borgina.

Um kvöldið fóru síðan bræðurnir á I° fund hjá stúkunni Mac Bride Lodge no. 237. Að loknum fundi mættu systurnar á veitingastað nálægt stúku­húsinu og snæddu með okkur ásamt okkar ítölsku bræðrum. Það var margréttað þetta kvöld og Ítalir eru vanir að taka sér góðan tíma við sínar máltíðir og það var svo sannarlega raunin þetta kvöld. Virkilega eftir­minnilegt kvöld í alla staði.

Á laugar­deginum 5.október var síðan farið um borgina með rútu og „Cata kompur“, Basilica San Clemente heimsótt. Mjög merki­legir staðir og hvelf­ingar sem hafa varðveist afar vel. Síðan enduðum við í kirkju þar sem munkar bjuggu til altari úr beinum bræðra sinna í munka­reglunni ásamt ýmsum öðrum hlutum. Þessi staður heitir Cappuchin Crypt og var mjög eftir­minnileg heimsókn.

Sunnu­dag­urinn 6.október var síðan frjáls dagur sem m.a. var notaður til að skoða Pantheon, Spænsku þrepin og Trevi Fountain gosbrunninn.

Síðan var runninn upp mánudag­urinn 7.október sem var svo sannarlega annasamur. Vatíkanið var heimsótt og safnið þar var skoðað ásamt sixtínsku kapellunni og Péturs­kirkjunni. Um kvöldið fóru bræðurnir á III° fund í Lira e Spada Lodge no. 7. Þetta var mjög eftir­minni­legur fundur og síðan var vegleg bróður­máltíð ásamt okkar ítölsku bræðrum sem stóð vel fram yfir miðnætti.

Þriðju­daginn 8.október skoðuðum við Forum Romano, rústir gömlu borgar­innar og einnig Coloseum hring­leika­húsið. Í öllum þessum skoðun­ar­ferðum vorum við með leiðsögn sem gerði skoðun­ar­ferð­irnar enn innihalds­ríkari.

Ekki verður tíundað frekar hvar hópurinn gerði vel við sig í mat og drykk víða um Róm.

Miðviku­daginn 9.október héldum við síðan heim á leið með sama hætti og við komum út þ.e. flugum til Frankfurt frá Róm og þaðan til Kefla­víkur.

Þessi ferð var mjög eftir­minnileg í alla staði og mjög vel skipulögð af Mælifells­bróður okkar Jóni Þorsteini Sigurð­arsyni sem á miklar þakkir fyrir frábært skipulag í alla staði.

Við Mælifells­bræður höfum reynt að fara í ferðar á svona 2ja ára fresti og hafa þær undan­tekn­ing­ar­laust heppnast mjög vel og dýpkað starfið okkur eflt tengslin á milli bræðra og systra.

 

Lira e Spada Lodge no. 7

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?