Lýs milda ljós á afmæl­is­barnið

Einstakri og fallegri 33 ára afmæl­is­hátíð er lokið þetta árið hjá Fjölni, en stúkan var stofnuð 25. janúar á Pálsmessu, þótt segja mætti að allir fundir stúkunnar séu hátíðar- eða veislu­stúku í einhverri mynd, nema hvort tveggja sé. Það voru prúðbúnir afmæl­is­gestir, eða frekar ætti að kalla þá afmæl­isbörn því við erum jú allir hluti af stúkunni okkar, sem mættu tímanlega og nutu samver­unnar. Átta stofn­endur stúkunnar voru mættir og fór þar fremstur í flokki fyrrverandi SMR, Valur Valsson, fyrsti Stm. Fjölnis. Fimm af sjö Stmm. Fjölnis sáu sér fært að koma en hinir tveir báðu fyrir góðar kveðjur og var þeim drukkin heillaskál ásamt öllum öðrum sem voru fjarverandi og veikum brr. Fjórir R&K voru á fundinum. Samtals mættu 95 brr. og segja má að 87 þeirra hafi verið gestir stofn­endanna.

Rm. flutti afmæliserindi og lagði út frá þeim áskorunum sem bæði við sem brr. og þjóðin standa frammi fyrir núna og á komandi áratugum. Hann hóf erindið með lestri á ljóði John Henry Newman í þýðingu Matth­íasar Jochumsson „Lýs milda ljós – sálmur 352 

Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim,
mig glepur sýn,
því nú er nótt, og harla langt er heim.
Ó, hjálpin mín,
styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt,
ég feginn verð, ef áfram miðar samt.

Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú
og hennar ljós?
Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú
er burt mitt hrós.
Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið,
uns fáráð öndin sættist Guð sinn við.

Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker.
nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fögru dyr
og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr.

Eins og alltaf á H&V stúkufundi var mikið um tónlist og söng, bæði á fundinum sjálfum og svo undir borðum

Fyrst var flutt Allsherjar Drottinn eða Panis Angelicus eftir César Franck. 

Næst var spiluð aría á orgel og sópransaxofon úr óperunni Orfeus og Evridís eftir 18. aldar tónskáldið Cristoph Willibald Gluck. Efnið fjallar um raunir Orfeusar við að ná Efvridís sinni til baka úr Undir­heimum.

Þriðja söng- og tónlist­ar­at­riðið var sálmurinn Drottinn, ó Drottinn vor eftir rússneska 19.aldar tónskáldið Alexey Lvov. Lagið var samið 1833 og var þjóðsöngur rússneska keisara­veld­isins 1833-1917. Hinn fallega íslenska texta gerði Sr. Níels Stein­grímur Thorláksson prestur í Íslend­inga­byggðum í Vestur­heimi.

Að lokum var fluttur tvísöngur Ave Maria eftir br. Eyþór Stefansson

Gerður var góður rómur að afmæl­isræðu Stm. sem spilaði vel við ræðu Rm.

Brr. okkar sem sáu um tónlist og söng og andlega fæðu okkar hinna voru;

Orgel: Br. Ólafur W. söngstj. í Fjölni.
Söngur: Br. Ragnar Árni í Fjölni
Söngur: Br. Ásgeir Páll úr stúkunni Glitni
Sópar­ansaxofónn: Br. Sigurður H. í Fjölni

Ekki voru veitingar af verri endanum, nautalund með grænpip­arsósu, pönnu­steiktu grænmeti og jarðeplum sem meltist síðar um kvöldið með jarðar­berjaís, rjóma, jarða­berjasósu, ananas og ferskjum.

Stm. upplýsti brr. um að sala á miðum á Systra­kvöldið, sem haldið verður með Mími, muni hefjast miðviku­daginn í næstu viku. Hafa stúkurnar náð mjög hagstæðum samningum við Foss Hótel fyrir þá brr. sem vilja gista nóttina. Morgun­verður er innifalinn.

Fyrir þá brr. sem farnir eru að þyrsta í þorramat þá var upplýst að hann verði fram borinn á 1° fundi Fjölnis 4. febrúar – takið daginn frá. 

Það voru glaðir brr. sem hurfu út í kvöld­kyrðina og vorhita sem var kominn upp í 6° og keyrðu til síns heima. Ár er í næsta H/V fund en næsti fundur á III° bíður handan hornsins, þriðju­daginn 28. janúar.

 

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?