Lyfta og sætis­lyftur tilbúnar til notkunar í Reglu­heim­ilinu

Léttir aðgang að ýmissi þjónustu

Nú hefur aðgengi að Bókasafni, Minja­safni og Bræðra­stofu Reglunnar verið létt verulega. Búið er að setja upp lyftu sem gengur frá jarðhæð og upp á aðra og þriðju hæð þar sem tvö söfn og Bræðra­stofu er að finna. Þeir bræður sem erfitt hafa átt með að ganga upp tröpp­urnar geta nú nýtt sér þessa þjónustu. Eins og sjá má á mynd er lyftan vel staðsett og fellur vel að heild­ar­myndinni.

Þá hefur verið komið fyrir tveim stóla­lyftum í Reglu­heim­ilinu. Önnur er staðsett fyrir neðan tröpp­urnar sem farið er um þegar gengið er inn í St. Jóh. salinn og hin er staðsett í rýminu inn af aðalinn­gangi Reglu­heim­il­isins. Hana má nota til að komast á svæðið þar sem matsal­irnir eru til staðar.

Hér er um að ræða samgöngubót sem mun án efa nýtast þeim bræðrum sem kjósa að nota þessa þjónustu.

Aðrar fréttir

Jólafundur Mímis
Jólatrésskemmtun Hamars
Myndir frá vinafundi Fjölnis
Myndir frá vinafundi Fjölnis

Innskráning

Hver er mín R.kt.?