Lyfta og sætis­lyftur tilbúnar til notkunar í Reglu­heim­ilinu

Léttir aðgang að ýmissi þjónustu

Nú hefur aðgengi að Bókasafni, Minja­safni og Bræðra­stofu Reglunnar verið létt verulega. Búið er að setja upp lyftu sem gengur frá jarðhæð og upp á aðra og þriðju hæð þar sem tvö söfn og Bræðra­stofu er að finna. Þeir bræður sem erfitt hafa átt með að ganga upp tröpp­urnar geta nú nýtt sér þessa þjónustu. Eins og sjá má á mynd er lyftan vel staðsett og fellur vel að heild­ar­myndinni.

Þá hefur verið komið fyrir tveim stóla­lyftum í Reglu­heim­ilinu. Önnur er staðsett fyrir neðan tröpp­urnar sem farið er um þegar gengið er inn í St. Jóh. salinn og hin er staðsett í rýminu inn af aðalinn­gangi Reglu­heim­il­isins. Hana má nota til að komast á svæðið þar sem matsal­irnir eru til staðar.

Hér er um að ræða samgöngubót sem mun án efa nýtast þeim bræðrum sem kjósa að nota þessa þjónustu.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?