Lokaupp­tökufundur starfs­ársins og Páska­fundur á sama tíma

Tvær flugur í einu höggi

Páskarnir í ár eru í síðasta lagi og því er ekki verra að halda Páskafund Fjölnis fyrr en seinna. Páska­dagur er fyrsti sunnu­dagur eftir fyrsta fullt tungl frá og með 21. mars en þá eru venjulega vorjafn­dægur. Reglan leiðir til þess að Páska­dagur getur í fyrsta lagi fallið á 22. mars en í síðasta lagi 25. apríl. Miðað við að Páska­dagur er 21. apríl í ár þá mátti ekki miklu muna að við misstum af honum.

Eins og flestum Fjöln­is­bræðum er þegar kunnugt um þá hefur Páska­fund­urinn verið færður fram um viku til 9. apríl. Það er eins og að fá tólf daga fyrir­fram­greiðslu á Páska­helgina og þann samhljóm sem einkennir Páskana. Á fundinum munum við einnig taka nýjan ó.l. inn í okkar hóp sem gefur fundinum nýja vídd og hugtakinu páskalamb nýja merkingu. Tónlistin verður að venju til staðar og Rm. flytur Fjall­ræðuna.

Rétt er að geta þess að bræður sem ekki hafa fengið bókina Undir Stjörnu­himni í hendur, geta nálgast hana á páska­fundinum 9. apríl og einnig á lokafundi Fjölnis  26. apríl nk. Í bókinni er að finna veglegt safn greina um sögu Reglunnar og margvís­legar hliðar frímúr­ara­starfs.

Þá er rétt að vekja athygli á að á Pálma­sunnudag 14. apríl nk. verður birt Páska­hug­vekja á heimasíðu Fjölnis sem Séra Magnús Björn Björnsson hefur samið eins og hann hefur gert undarfarin ár. Það er við hæfi að ramma enn betur inn Páska­há­tíðna með lestri hennar.

Við vonumst til að sjá sem flesta brr. á þessum sérstaka Páska­fundi og njóta með þeim kvöld­stund­ar­innar og matar.

Passíusálmur nr. 51 eftir Stein Steinarr – Páskaljóð
 
Á Valhúsa­hæðinni er verið að kross­festa mann. 
Og fólkið kaupir sér far með stræt­is­vagninum til þess að horfa á hann.
Það er sólskin og hiti, og sjórinn er sléttur og blár. 
Þetta er laglegur maður með mikið enni og mógult hár. 
Og stúlka með sægræn augu segir við mig: Skyldi manninum ekki leiðast að láta kross­festa sig?

Eldra efni

Tengiband III°-fundanna
Tölum saman í afmælinu
Sigur píslarvættisins
Organsláttur og flugstjórn

Innskráning

Hver er mín R.kt.?