Lokafundur – St.Jóh.st.Mímir

Fundur númer 1.735 frá stofnun

Mánudags­kvöldið 25.apríl síðastl.hélt St.Jóh.st.Mímir sinn hefðbundna lokafund. Rúmlega 70 bræður mættu til fundarins og góð stemmning meðal manna. Utan hefðbundinna lokafund­ar­starfa var leikin tónlist sem var í höndum Kantors Reglunnar, br.Jónasar Þóris og virðulegs br.Bjarna Atlasonar. Fundurinn fór að öllu leyti vel fram og að honum loknum var sest að síðustu bróður­máltíð starfs­ársins. Snitsel og tilheyrandi gladdi bræður og gesti. Að lokum kvöddust allir með virktum og héldu út í sumarið.

Framundan eru ýmsir viðburðir á vegum stúkunnar. Þar má nefna gróður­setn­ing­arferð í Heklulund, hádeg­is­hittinga, golfmót og margt fleira. Allt saman verður þetta auglýst sérstaklega. Þá mega bræður fara að láta sig hlakka til næsta starfsárs sem markar 70 ára aldur stúkunnar Mímis. Fljótlega á starfs­árinu mun þúsundasti fundurinn á I° m.a fara fram. Það verður því margt um dýrðir á afmælis­árinu. Lokafund­urinn sem bræður sátu á mánudags­kvöldið var fundur númer 1.735 frá því að stúkan var stofnuð og því ljóst að það er mikil saga að baki og frá mörgu að segja. Öllu þessu og fleiru verða gerð góð skil á næsta starfsári, afmælis­árinu.

Kæru bræður, það er von okkar að þið og fjölskyldur ykkar komið vel undan vetri og að sumarið komandi verði ykkur ánægjulegt og heillaríkt. Við þökkum fyrir starfsárið sem nú er liðið og hlökkum til að hittast aftur í haust. Ráðgert er að næsti fundur í St.Jóh.st.Mími verði mánudags­kvöldið 19.september og verður það Fjárhagsst.fundur.

Hittumst heilir og gleðilegt sumar.

Góðar stundir.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?