Lokafundur – St.Jóh. Mímir

Sumarið heilsar

Á mánudaginn var, þann 10.maí síðast­liðinn, komu Mímis­bræður saman til lokafundar í stúkunni. Það hafa fáir fundir verið haldnir þetta starfsárið, en nú þegar allmargir hafa þegið bólusetningu við C-19 og samkomu­reglur rýmkaðar, var ljóst að bræður voru spenntir að mæta til fundar.

Að sjálf­sögðu var öllum sóttvarn­ar­reglum framfylgt og bræður gættu varúðar í þeim efnum. Í hátíð­arsal Reglunnar fór fram hefðbundið fundar­starf og hátt í hundrað bræður tóku þátt. Einn góður gestur heiðraði okkur með nærveru sinni. Ræðumeistari flutti fróðlegt erindi, nokkrir embætt­ismenn létu af störfum og nýir tóku við. Segja má að sérstök stemmning hafi myndast við kosning­arnar og loks þegar úrslit voru ljós, hafði töluverð uppstokkun átt sér stað. Stúkan er í stöðugri endur­nýjun og endur­spegla bræðurnir sem gegna embættum m.a þá endur­nýjun.

Í lok fundar var sest til „síðustu kvöld­mál­tíð­ar­innar“ þetta starfsárið. Ljúffeng lamba­steik og meðlæti var borin á borð og lokahnykk­urinn eftir­réttur sem samanstóð af ís og ávöxtum. Saddir og sælir kvöddust bræður í lok kvöld­stundar og var ekki annað að sjá og heyra en að allir væru bjart­sýnir á sumarið.

Framundan er gott golfsumar hjá bræðrum. Golfklúbburinn Frímann hefur nú þegar sent út frétt um næsta mót en meira um það má lesa með því að smella hér

Þá munu Mímis­bræður halda áfram að hittast í hádeginu í sumar og snæða saman hádeg­isverð. Frekari tilkynn­ingar um það og fleira verða sendar út síðar. Óskum við þess að sumarið verði öllum gott. Höldum áfram að passa upp á hvort annað og hlúa að hvert öðru og hlökkum við til þess að hittast á næsta starfsári sem hefst í haust.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?