Lokafundur hjá stúkunni Fjölni

Bróður­bikar fyrir máltíð

Fjöln­isbrr munu halda hátíð­legan dag Richter kvarðans 26. apríl og halda þá lokafund og uppskeru­hátíð. Víst er að fundurinn verður eins og oft áður vel sóttur. Brr. fagna einstaklega góðu starfi vetrarins og komu sumarsins.

Opið verður fyrir bróður­bikar fyrir máltíð, sem að þessu sinni er nautalund og svo ís í desert. Br. Hjörleifur Valsson mætir með fiðluna og tekur lagið ásamt tónlist­ar­mönnum stúkunnar. Milli rétta mun br. Ingvar S. Hjálm­arsson stíga á stokk og flytja gamanmál.

Að lokinni máltíðina mun br. Magnús Viðar Sigurðson segja okkur frá undir­búningi og framkvæmd, velheppnaðar 100 ára afmæl­is­há­tíðar sem fór fram í Hörpu þann 7. apríl síðast­liðinn, Hann mun einnig sýna nýja heimild­armynd sem frumsýnd var á hátíðinni, um sögu og starf frímúrara á Íslandi síðustu 100 ár. Þarna er kjörið tækifæri fyrir þá sem ekki komust á hátíðina að sjá myndina. Höfundar hennar er þeir brr. Jón Þór Hannesson, Rúnar Hreinsson, Rafn Rafnsson og Stein­grímur Sævarr Ólafsson.

Þeir sem eiga eftir að fá bókina „Undir stjörnu­himni“ geta fengið hana afhenta eftir fundinn.

Uppskeru­hátíð Fjölnis er skemmti­legur lokahnykkur á starfs­árinu þar sem gaman er að hitta vini sína, fara yfir hvað er á döfinni á komandi sumri og njóta kvöldsins. Athugið að uppskeru­hátíð Fjölnis er, líkt og í fyrra, aðeins fyrir brr.

Á svona degi eiga nokkur erindi úr Vísum Íslendinga hans Jónasar Hallgríms­sonar vel við:

Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur

þá gleðin skín á vonar­hýrri brá?

eins og á vori laufi skrýðist lundur

lifnar og glæðist hugarkætin þá;

og meðan þrúgna gullnu tárin glóa

og guðaveigar lífga sálaryl,

þá er það víst, að bestu blómin gróa

í brjóstum sem að geta fundið til.

 

Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi

því táradaggir falla stundum skjótt

og vinir berast burt á tímans straumi

og blómin fölna’ á einni hélunótt –

því er oss best að forðast raup og reiði

og rjúfa hvörgi tryggð né vinarkoss;

en ef við sjáum sólskins­blett í heiði

að setjast allir þar og gleðja oss.

 

Látum því, vinir! vínið andann hressa

og vonar­stundu köllum þennan dag

og gesti vora biðjum guð að blessa

og best að snúa öllum þeirra hag –

því meðan þrúgna gullnu tárin glóa

og guðaveigar lífga sálaryl,

þá er það víst, að bestu blómin gróa

í brjóstum sem að geta fundið til.

Jónas Hallgrímsson 1835

 

 

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?