Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 18. september Sjá nánar.

Lokafundur ― Týnda Musterið

Fræðslu­erindi flytur br. Stefán Einar Stefánsson VII° Y.stv. stúkunnar

Rannsókn­ar­stúkan Snorri boðar til stúkufundar þriðju­daginn 9. Apríl 2019 kl. 19.00 og er það jafnframt lokafundur stúkunnar.

Á dagskrá eru hefðbundin störf lokafundar.
Fræðslu­erindi flytur br. Stefán Einar Stefánsson VII° Y.stv. stúkunnar og erindið nefnir hann:

Týnda Musterið

Br. Stefán Einar vinnur nú, ásamt br. Jóni Birgi Jónssyni, R&K, að rannsókn­ar­erindi um byggingasögu Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi. Í erindi sínu mun br. Stefán Einar sýna í fyrsta sinn teikn­ingar að Reglu­heimili sem aldrei reis. Það var aðeins nýverið sem þessar teikn­ingar komu í leitirnar en þær höfðu legið týndar í nærri 90 ár.

Fundurinn hefst kl 19.00 og fer fram í stúku­húsinu í Hafnar­firði, Ljósatröð.

Markmið Rannsókna­stúk­unnar Snorra er að að gangast fyrir rannsóknum, skrifum, fyrir­lestrum og umræðum um fræði, sögu, starfsemi og markmið Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi og málefni þessu tengd.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?