Ljúfir tónar á fræðslufundi Akurs

Til fundarins komu 56 brr.

Tónlistar- og fræðslufundur á fyrstu gráðu var haldinn mánudaginn 4. mars 2019. Til fundarins komu 56 bræður og nutu þeir góðrar samveru á fundi sem var með hefðbundnu sniði. Sérstök áhersla var að þessu sinni lögð á tónlist sem flutt var af nýstofnuðum kór br. í Akri sem nefndur er Akurskórinn. Kórnum stjórnar varasöng­stjóri stúkunnar, Sveinn Arnar Sæmundsson.

Fræðslu­erindi fundarins var í höndum br. Guðráðs Sigurðs­sonar og var gerður góður rómur að máli hans.
Stm. vakti athygli bræðra á tveimur nýjum reglu­gerðum sem tóku gildi 1.mars sl., um tölvu­notkun og tölvu­sam­skipti auk notkunar farsíma og annarra tækja.

Bróður­mál­tíðin þetta kvöldið var blómskálssúpa og gúllas með baunum, rauðkáli og sultu.
Sungin voru fimm lög undir bróður­mál­tíðinni og þar á meðal lagið “Í stúku­salnum” samið af Gísla S. Einarssyni, söngstjóra Akurs og tóku allir bræður vel undir. Stm kynnti fyrir­hugaða ferð með Sindra­bræðrum til Jerúsalem sem fyirir­huguð er haustið 2020 og áhugi er með besta móti á þátttöku meðal bræðra og systra og eingöngu örfá sæti laus í þá ferð. Br. Heimir Kristjánsson varð fimmtugur nýverið og var afhent gjöf frá Akri af því tilefni.

Nokkrir gestir heiðruðu okkur Akursbrr. með komu sinni og þar á meðal 4 ungbræður sem „fjölmenntu“ frá Gimli,

Tónlistin lyfti andanum og voru bræðir almennt ánægðir með fundinn og héldu heim á leið kátir í bragði.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?