Allt stúkustarf frá 11. mars til loka starfsársins 30. júní 2020 fellur niður. Sjá nánar.

Eddu-brr. koma í heimsókn til Fjölnis

Tökum vel á móti þeim

Þriðju­daginn 26. mars verður fundur á I° í stúkunni okkar Fjölni. Þá mun nýr br. ganga til liðs við okkur bræðurna.

Þá hefur Stm. Eddu boðað komu sína á fundinn ásamt öðrum Eddu-brr. Vonum að fjölmennur hópur Fjöln­isbrr. taki á móti þeim með gleði, reisn og afmæl­isóskum.

Nú líður óðum að því að starfs­árinu ljúki og því eru bræður hvattir til að sinna starfinu eins vel og mögulegt er áður en kemur að lokum. Liður í því gæti verið að mæta á þennan fund og taka á móti þessum nýja bróður okkar.

Þá er rétt að geta þess að hugsanlega verði páska­fundi flýtt um eina viku. Endanleg niður­staða liggur ekki fyrir, en niður­staðan verður kynnt á fundinum á þriðju­daginn.

Lokafund­urinn verður síðan haldinn þriðju­daginn 26. apríl.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?