Líður að lokum

Starfs­vetrinum lokað með hefðbundnum Lf.

Nú líður senn að lokum þessa starfsárs St. Jóh. Fjölnis. Starfið í vetur var, eins og árið á undan, litað af samkomutak­mörkunum og því að mörgu leiti óhefð­bundið. Þó gátum við haldið megnið af okkar fundum, þó oft hafi þurft að grípa til manna­breytinga á embættum á síðustu stundu þegar ýmsir brr. duttu í og úr sóttkví og eingangrun. Þrátt fyrir að við getum glaðst yfir því að vonandi séu framundan hefðbundnari tímar í starfinu, þá eru margar góðar stund­irnar sem við fengum tækifæri á að njóta síðustu mánuðina. Fyrir það ber að þakka.

Eins og komið hefur fram í fyrri póstsend­ingum og á fundum, þá var Lf. Fjölnis fluttur um dag eftir kjör nýs Stm. br. Gunnars Braga­sonar. Senn líður að fundinum, sem verður haldinn næstkomandi föstudag, 6. maí, á hefðbundnum tíma.

Fundurinn er hefðbundinn Lf. eins og við þekkjum. Eftir bróður­mál­tíðina kemur góður gestur, br. Friðgeir Magni Baldursson Stm. Hamars, og flytur okkur skemmtilega frásögn frá ferð þeirra Hamars­bræðra til Ísrael.

Það verður vonandi fjölmennt, en án efa góðmennt, á þessum lokapunkti starfsins, áður en við höldum allir út í sólina og sumarið.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?