Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 21. október 2021 Sjá nánar.

Leitað í brunn rafrænna leiða með hlaðvarps­þjónustu

Í ljósi þess ástands sem er upp núna, þar sem ekki er hægt að halda samkomur og mikil áhersla er lögð af sóttvarn­ar­yf­ir­völdum að hindra frekari útbreiðslu á Covid 19, hafa stúkurnar verið að leita leið til þess að ná með einhverjum hætti til bræðranna.  

Leitað hefur verið í brunn rafrænna leiða og með hvaða fyrir­komulagi mætti framkvæma slíkt með öruggum og árang­urs­ríkum hætti.  Nokkrar stúkur hafa nú þegar sent út upptökur og haldið fjarfundi. Eins er tækni­þekking bræðra með misjöfnum hætti og því mikilvægt að einfalda slíkt fyrir­komulag, þannig að einfallt en jafnframt öruggt sé að komast inn til að skoða myndbönd eða sækja fjarfundi í gegnum samskipta­forrit.  

Grunn­urinn að slíku er að allt efni sem gefið verður út sem og fjarfundir, verði sóttir í gegnum vef Reglunnar. Varðandi fundi þá myndi skráning fara fram með sama hætti og hefur verið gert í forskrán­ingum og að forskráningu lokinni fengju bræður sendan aðgang sem þarf að sækja inn á vef Reglunnar.  

Núna hefur fyrsta hlaðvarps­þjónusta  Sindra litið dagsins ljós í formi myndbands sem inniheldur Hugvekja og ný nálgun til Sindra-bræðra . Tengill inn á hana er að finna með því að smella á tengilinn Hlaðvörp í hægra dálki.  

Póstur mun verða sendur á alla bræður með tilkynn­ingum um ný hlaðvörp og eins ef um fjarfundi verður að ræða. Fram mun koma í póstum með hvaða hætti hægt er að nálgast efni og fundi. Það er von okkar að bræður njóti þessa og um leið sé hægt að tengja okkur betur saman á þessum sérstöku tímum.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?