Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 25. september Sjá nánar.

Lár­us Sig­fús­son látinn

Mynd: Kristinn Magnússon - Morgun­blaðið

Lár­us Sig­fús­son fædd­ist á Stóru-Hvalsá í Stranda­sýslu 5. fe­brú­ar 1915. Hann lést á Land­spít­al­an­um 13. maí. 2020 og var þá elsti íslenski frímúr­arinn.

For­eldr­ar Lárus­ar voru Sig­fús Sig­fús­son, f. 7.8. 1887, d. 29.1. 1958, og Krist­ín Gróa Guðmunds­dótt­ir, f. 8.10. 1888, d. 15.2. 1963.

Lár­us var þriðji í röð 14 systkina en þau eru nú öll lát­in. Systkini hans í ald­urs­röð; Guðmund­ur Sig­fús­son, Hans Hall­grím­ur Sig­fús­son, Anna Helga Sig­fús­dótt­ir, Stein­grím­ur Matth­ías Sig­fús­son, Salóme Sig­fúsa Sig­fús­dótt­ir, Guðrún Sig­ríður Sig­fús­dótt­ir, Ei­rík­ur Sig­fús­son, Garðar Sig­fús­son, Har­ald­ur Gísli Sig­fús­son, Sól­björg Sig­fús­dótt­ir, Guðbjörg María Sig­fús­dótt­ir, Salóme Sig­fríður Sig­fús­dótt­ir og Þor­björn Sig­mund­ur Sig­fús­son.

Lár­us eignaðist sex börn með fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni, Krist­ínu Hann­es­dótt­ur, f. 2.11. 1917, d. 1.12. 2008. Börn Lárus­ar og Krist­ín­ar eru Sverr­ir Lárus­son, f. 16.9. 1937, d. 12.9. 1998, Gréta Krist­ín Lár­us­dótt­ir, f. 29.1. 1941, Indríður Hanna Lár­us­dótt­ir, f. 14.9. 1944, Ing­unn Erna Lár­us­dótt­ir, f. 11.1. 1949, d. 11.2. 2018, Sig­fríður Lár­us­dótt­ir, f. 8.1. 1951, og Svan­ur Sig­ur­jón Lárus­son, f. 7.8. 1952. Af­kom­end­ur Lárus­ar og Krist­ín­ar eru vel á annað hundrað. Lár­us skil­ur eft­ir sig sam­býl­is­konu til margra ára, Krist­ínu Gísla­dótt­ur.

Lár­us hóf bú­skap á Kol­beinsá í Hrútaf­irði árið 1937 og var grenja­skytta í Bæj­ar­hreppi. Haustið 1946 varð hann land­póst­ur og gegndi því starfi til árs­ins 1956, fyrst á hest­um, en síðar á bíl. Ferðirn­ar hans tóku í besta falli 5 daga en urðu oft 6-7 ef var ófærð. Eft­ir erfiði veik­indi árið 1956 ákvað hann að bregða búi, flutti Reykja­vík­ur og hóf að vinna hjá Sam­band­inu árið 1957. Frá ára­mót­um 1957-1958 starfaði hann sem leigu­bíl­stjóri hjá Bif­reiðastöð Stein­dórs og síðar hjá Bæj­ar­leiðum. Hann gerðist svo ráðherra­bíl­stjóri og sinnti því starfi í 21 ár. Hann keyrði meðal annarra Kristján Eld­járn, Hall­dór Sig­urðsson, Stein­grím Her­manns­son, Kjart­an Jó­hanns­son, Ein­ar Ágústs­son, Sverri Her­manns­son og Þor­stein Páls­son.

Þegar þessu tíma­bili lauk keypti Lár­us jörðina Hell­is­hóla í Fljóts­hlíð og bjó þar í nokk­ur ár með Svani syni sín­um og Sig­ur­borgu tengda­dótt­ur sinni. Eft­ir að Lár­us hætti bú­skap á Hell­is­hól­um hélt hann áfram að halda hesta.

Lár­us var með öku­rétt­indi fram und­ir hundrað ára af­mælið, eignaðist fyrsta bíl­inn 1933 og þann síðasta 2015.

Síðustu árin bjó Lár­us við Hvassa­leiti í Reykja­vík með sam­býl­is­konu sinni, Krist­ínu Gísla­dótt­ur.

Í Morgun­blaðinu 8. apríl 2018 (Blað II, bls. 18 – 19) er að finna viðtal við Lárus Sigfússon sem varð 103 ára í febrúar. Þetta er mjög fræðandi og skemmtilegt viðtal og Lárus er ótrúlega ern miðað við aldur. Hægt er að lesa útdrátt úr samtalinu með því að smella hér.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?