Landsmót Frímúrara 12. ágúst 2017

Fer fram að Leiru, hjá Golfklúbbi Suður­nesja

Landsmót Frímúrara 2017 fer fram á golfvellinum að Leiru, hjá Golfklúbbi Suður­nesja, laugar­daginn 12. ágúst 2017.

 • Mótið verður sett í Stúku­heimili Sindra að Bakkastíg 16, Reykja­nesbæ kl 9:00 sama morgun. Þar verður skráning í mótið staðfest og bræður og systur skipa sér í lið.
 • Ræst verður af öllum teigum á Leirunni stund­víslega kl 12:00.
 • Lokahóf, verðlauna­af­hending og mótsslit, verða um kl 19:00 að kvöldi mótsdags í Golfskála GS í Leiru.
 • Skráning er hafin og lýkur þriðju­daginn 8 ágúst og fer fram á golf.is undir “Mótaskrá”.
 • Mótts­gjald: Golf og kvöld­verður kr. 7.500 kr.
  Golf kr. 4.500 kr. Kvöld­verður kr. 3.000 kr.
 • Greiða skal mótsgjaldið samhliða skráningu inn á banka­reikning Frímanns 0546-26-3310 – kt: 550102-3310.
 • Skrá skal “Landsmót 2017” sem skýringu greiðslu.
  Við greiðslu skal láta bankann senda staðfestingu á greiðslu á netfangið asir@simnet.is
 • Eindagi mótsgjalda er þriðju­daginn 8 ágúst, eftir þann dag verður tekið inn af biðlista.
með von um að sjá ykkur sem þátttak­endur í mótinu eða fylgjast með bræðrum og systrum eiga góðan dag á golfvellinu.

 

Kveðja 

Baldvin Ómar Magnússon
formaður Frímann

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?