Kynning­ar­fundur á hjólreiða­klúbb

28. mars 2018

Miðviku­daginn 28. mars 2018, kl. 17, verður haldinn kynning­ar­fundur á hjólreiða­klúbb Frímúrara. Fundurinn verður haldinn í Bræðra­stofu.

Klúbburinn, sem hefur fengið „vinnu­heitið“ Sleipnir, hefur ekki verið formlega stofnaður enn sem komið er og er þessi kynning­ar­fundur hugsaður til að kanna áhuga brr. á slíkum klúbbi.

Á fundinum verður farið yfir hugmyndir um hvernig starf þessi verðandi klúbbur myndi standa fyrir, auk þess að skipu­leggja næstu skref í stofnun hans.

Sleipnir er hugsaður sem klúbbur fyrir alla brr. sem hafa áhuga á hjólreiðum, hvort sem þeir hafa nú þegar hjólað í mörg ár … eða hreinlega eru forvitnir um þessa íþrótt og velt fyrir sér hvernig er best að byrja.

Innan R. eru starf­ræktir góðir klúbbar, sem hafa dregið brr. saman enn þéttar. Það er okkar von að reiðhjóla­klúbburinn Sleipnir muni gera slíkt hið saman í komandi framtíð.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?