Kynningar á öllum söfnum Reglunnar

Viðamikið starf safnanna kynnt Fjöln­is­bræðrum

Í upphafi þessa árs kom upp sú hugmynd hjá bræðra­nefnd Fjölnis hvort hægt væri að leita til forráða­manna safna Reglunnar og fá kynningar á starfsemi þeirra fyrir Fjöln­is­bræður. Í framhaldi var send beiðni um hvort þetta væri mögulegt. Hér var um að ræða Bókasafn – Ljósmyndasafn – Minjasafn og Skjalasafn.

Viðbrögð forráða­mannanna voru einstaklega ánægjuleg. Allir lýstu þeir miklum áhuga á að taka þátt í slíkum kynningum. Næsta skref var því að útbúa dagskrá þar sem kynning­arnar væru í forgrunni, en fleiri atburðir myndu fylgja í framhaldi.

Ákveðið var að kynning­arnar fjórar myndu eiga sér stað í febrúar og mars, á sunnu­dögum og að tvær vikur myndu líða á milli hverrar kynningar. Þær yrðu haldnar í Bræðra­stofunni og myndi hver kynning taka 30 mínútur. Frá 9:30 til 10:00. Allt gekk þetta eftir og aðsókn bræðranna var til mikillar fyrir­myndar.

Að kynningum loknum fóru bræður svo á bókasafnið og þar var sameig­in­legur lestur í eina klukku­stund. Þegar best lét var nánast hvert sæti skipað í safninu. Síðan var farið til baka í Bræðra­stofu, allir fengu sér kaffi og meðlæti og í lokin áttum bræðurnir einstaklega ánægju­legar stundir með fræðslu­nefnd Fjölnis sem stóð fyrir umræðum sem tengjust frímúr­ara­fræðum.

Þessar fjórar kynningar og sú dagskrá sem fylgdi í kjölfarið var afar vel tekið af Fjöln­is­bræðrum. Bæði fengu menn yfirgrips­mikla kynningu á starfi safnanna og svo að það kom mörgum á óvart hversu mikilvægt starf er unnið þar. Starf sem miklu skiptir að sem flestir bræður í öllum stúkum viti af og geti nýtt sér. Og mörgum fannst vænt um að endurnýja kynni sín við bókasafnið.

Bræðra­nefnd Fjölnis vill nota tækifærið og þakka forráða­mönnum safnanna enn og aftur fyrir frábærar kynningar. Einnig viljum við þakka öllum þeim Fjöln­is­bræðrum sem notuðu þessa fjóra sunnu­dags­morgna til að koma saman og njóta þeirrar dagskrár sem boðið var upp á. Einnig starfs­mönnum í Bræðra­stofu sem aðstoðuðu okkur á ýmsa vegu varðandi uppröðun og þjónustu. Og síðast en ekki síst framlagi fræðslu­nefnd­ar­innar sem opnaði óvæntar dyr varðandi frekari tengingar. Allir fóru fróðari og glaðari úr Bræðra­stofunni og böndin milli bræðranna styrktust enn frekar.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?