Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 25. september Sjá nánar.

Kynning á Bræðra­stofu, Bókasafni og Minja­safni

Sunnu­daginn 24. þessa mánaðar klukkan 9.30

Bræðra­stofa, Bókasafn og Minjasafn Reglunnar bjóða bræðrum Jóhann­esa­stúknanna í heimsókn sunnu­daginn 24. þessa mánaðar klukkan 9.30 í Bræðra­stofunni.  Tilgang­urinn er að kynna fyrir bræðrunum það miklivæga, skemmtilega og góða starf sem þar fer fram og bræðrunum stendur til boða. 

Umsjón­armenn Bræðra­stof­unnar og safnanna munu halda stutta kynningu fyrir bræðurna.  Í framhaldi verður boðið uppá kaffi og bakkelsi bræðrum að kostn­að­ar­lausu. Og þarna gefst ljómandi gott tækifæri til að ræða um heima og geima. Maður er manns gaman.

Þessi kynning er sérstaklega hugsuð fyrir ung- og meðbræður, en að sjálf­sögðu hvetjum við alla bræður til að kíkja við og fá sér rjúkandi bolla og eitthvað gott í svanginn sunnu­daginn 24. október.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?