Kveikt á kertum

Páska­fundur haldinn með glæsibrag

Þá er Páska­fundinum lokið sem var með óhefð­bundnu sniði því einnig var upptaka h.ó.l. og þar með síðasti upptökufundur starfs­ársins. Létt var yfir brr. og bersýnilegt að sumarið er að koma og ekkert Páskahret framundan, hvorki veður­farslega né sálarlega. Ný söngstjarna Fjölnis steig fram á sjónar­sviðið og heillaði alla með söng sínum. Hafði Stm. orð á því að ef englarnir syngju jafn vel og Ragnar Árni og undir­leikur væri jafn þéttur og hjá Ólafs W, söngstjóra Fjölnis, í hinum efri heimi, þá þyrftum við ekki að kvíða leiðinni heim.

Þeir félagar byrjuðu á aríunni Ombra mai fu eftir Handel sem rammaði frábærlega inn hátíð­leika fundarins. Fyrir þá brr. sem ekki áttu þess kost að mæta á fundinn þá má hlusta á aríuna hér:

Seinni söngurinn var „Ég kveiki á kertum mínum“.  Raddnotkun Ragnars var svo yndisleg í söngnum að andi Páskanna hrístl­aðist inn í sálir brr. Texti lagsins er eftir Davíð Stefánsson en lagið eftir Guðrúnu Böðvars­dóttur. Sagan segir að hún hafi vaknað einn morguninn með lagið á heilanum en þar sem hún kunni ekki að skrifa nótur þá hummanði hún laglínuna og vinur hennar skrifaði nóturnar niður eftir tónfalli hummsins. Það er heldur ekki verra að hlusta á lagið hér svo brr. fjær og nær sameinist í orku þess og stigi inn í dymbil­vikuna sem ein heild.

Ofan í þessa frábæru tónlist flutti svo Rm. Séra Magnús okkur Fjall­ræðuna og eftir hana voru brr. tilbúnir fyrir hátíðina.

Undir borðum var sjúkum og fjarverandi brr. drukkin heillaskál og þeim sendar heilunar- og Páska­straumar.

Sex gestir frá stúkunum Glitni, Njálu, Hamri og Mími heiðruðu okkur með nærveru sinni á fundinum en samtals voru 69 brr. saman­komnir í kvöld.

Og að sjálf­sögðu var borið fram lambaprime með soðsósu, pönnu­steiktu grænmeti og bakaðri kartöflu og fyrir þá sem eru með „sæta tönn“ var smá sultusletta með.

Stm. minnti brr. á að þeir sem ekki hafa þegar fengið bókina „Undir Stjörnu­himni“ þá er það ennþá hægt. Bókin er hafsjór fróðleiks. Hann minnti einnig á tónleika Frímúr­arakórsins þann 13. apríl sem er öllum brr., systrum og öðrum gestum opinn á meðan húsrúm leyfir.

Formaður ferðanefndar Fjölnis fór yfir dagskrá vorferðar Fjöln­isbrr sem farin verður 18. maí. Það er að vísu ákveðin öfugmæli að kalla þetta vorferð því sumar­dag­urinn fyrsti er 25. apríl. Verður ferðinni heitið í Þjórsárdals þ.s. skoðað verður Gjáin í námunda við Stöng. Hjálp­arfoss borinn augum og Sultar­tangastöð heimsótt og fá brr. að skoða vindmyll­urnar á Hafinu og fara inn í þær sem er ákveðin upplifun. Formaður, framkvæmda­stjóri og stofnandi Richter Reisen beindi orðum sínum sérstaklega til yngri brr. og systra því þessar „sumar­ferðir“ eru einstaklega vel úr garði gerðar til að kynnast betur og styrkja bræðra­böndin.

Það var helgiblær á brosum brr. þegar þeir héldu heim á leið og óskar vefnefndin öllum brr. nær og fjær gleði­legrar Páska­há­tíðar og vonum við að hátíðin verði ykkur og fjölskyldum ykkar ánægjuleg.

Myndir frá vinafundi

Rétt er að minna á að fyrir stuttu var haldinn vinafundur hjá okkur í Fjölni. Þar voru m. a. teknar myndir af bræðrunum sem nú hefur verið safnað saman í mynda­albúm sem hægt er að skoða á upphafssíðu Fjölnis á innri vefnum. Þessar myndir má skoða með því að smella hér:

Og eins og sjá má, þá er komið vor í bræðurna.

 

Og svona var nú stuðið á síðasta vinafundi.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?