Starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 24. febrúar 2021 Sjá nánar.

Kveðja Stm. Njarðar í upphafi árs.

...og fyrir­hugaður Þorra­fundur !

Kæri bróðir.
Ég óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegs árs og friðar kæri bróðir.

Undan­farin ár hafa Njörður og Hamar verið með sameig­in­legan þorrafund en í ár er þetta með öðru sniði. Samvinnan heldur áfram, en nú í ár verðum við með þorra­samveru á ljósvakamiðlum  n.k. bóndag þann 22. janúar næstkomandi. Þar verða flutt ávörp og erindi ásamt tónlist frá söngstjórum Njarðar og Hamars og á ég vona á skemmti­legri stund þetta kvöld.

Samveran hefst kl. 19:40 á Zoom fundi þar sem bræður geta séð framan í hvern annan, heilsast og skiptst á orðum, en án umræðu um fundarsiði eða annað tengt fundarsiðum okkar.
Rétt fyrir klukkan 20:00 skiptum við yfir á Youtube og horfum á tónlist, ávörp og erindi.
Slóðin á Zoom og Youtub verður send til ykkar í góðan tíma fyrir fundinn / samveruna. Skrán­ingin verður á heimasíðu Reglunnar og sett inn um helgina næstkomandi.

Kokkarnir okkar í Lauga-ás munu væntanlega bjóða okkur að kaupa úrvals þorra­bakka til að njóta og þá verður hægt að velja um með eða án súrmats.

Með kærri kveðju og ósk um að það styttist í að við getum farið að hittast í stúkuhúsi okkar, já sem allra fyrst.

      Á Þorranum er þjóðlegt streð
      að þamba öl og narta í pung.
      En sumum reynist þrautin þung
      að þjóra pott af spíra með.

Sigurður Sveinsson 1944 –

Með bróður­legri kveðju
Ásgeir Magnússon
Stm. Njarðar

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?