
Kæri bróðir.
Ég óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegs árs og friðar kæri bróðir.
Undanfarin ár hafa Njörður og Hamar verið með sameiginlegan þorrafund en í ár er þetta með öðru sniði. Samvinnan heldur áfram, en nú í ár verðum við með þorrasamveru á ljósvakamiðlum n.k. bóndag þann 22. janúar næstkomandi. Þar verða flutt ávörp og erindi ásamt tónlist frá söngstjórum Njarðar og Hamars og á ég vona á skemmtilegri stund þetta kvöld.
Samveran hefst kl. 19:40 á Zoom fundi þar sem bræður geta séð framan í hvern annan, heilsast og skiptst á orðum, en án umræðu um fundarsiði eða annað tengt fundarsiðum okkar.
Rétt fyrir klukkan 20:00 skiptum við yfir á Youtube og horfum á tónlist, ávörp og erindi.
Slóðin á Zoom og Youtub verður send til ykkar í góðan tíma fyrir fundinn / samveruna. Skráningin verður á heimasíðu Reglunnar og sett inn um helgina næstkomandi.
Kokkarnir okkar í Lauga-ás munu væntanlega bjóða okkur að kaupa úrvals þorrabakka til að njóta og þá verður hægt að velja um með eða án súrmats.
Með kærri kveðju og ósk um að það styttist í að við getum farið að hittast í stúkuhúsi okkar, já sem allra fyrst.
Á Þorranum er þjóðlegt streð
að þamba öl og narta í pung.
En sumum reynist þrautin þung
að þjóra pott af spíra með.
Sigurður Sveinsson 1944 –
Með bróðurlegri kveðju
Ásgeir Magnússon
Stm. Njarðar