Starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 13. janúar 2021 Sjá nánar.

Kirkjuferð og Þorra­fundur Akurs

Gripur gefinn til varðveislu

Sunnu­daginn 19 jan s.l. var kirkjuferð Akurs. Að þessu sinni var haldið til messu i Akranes­kirkju og að venju áttum við ánægjulega stund þar. Akurs­bræður tóku þátt i messunni með upplestri og svo söng Akurskórinn. Eftir messu var boðið upp á súpu og brauð sem gerð voru góð skil. Ekki ónýtt að byrja sunnu­daginn með þessum hætti.

Daginn eftir þ.e. á mánudeginum var I° fundur, „Þorra­fundur“ Akurs haldinn. Þetta var góður fundur með um fimmtíu bræðrum og nokkrum gestum. Á fundinum fór m.a. fram upptaka og vRm. flutti okkur erindi. Að fundi loknum var boðið upp á þorramat og tóku bræðurnir hraustlega til matar síns að venju. Bergur Jónsson og sonur hans, hinn nývígði bróðir, færðu okkur Akurs­bræðrum grip til varðveislu, á safninu okkar. Er hér um að ræða hring sænskan VIII° hring. Eru þeim feðgum færðar hinar bestu þakkir frá okkur Akurs­bræðrum.

Næstu fundir í Akri eru á III° og verða þann mánudaginn 03.02.2020 og mánudaginn 10.02.2020 og eru haldnir í reglu­heim­ilinu Hafnar­firði.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?