Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 19. október Sjá nánar.

Kærkominn fundur í upphafi starfsárs Fjölnis

Fyrsti fundur stúkunnar okkar var haldinn 29. september sl. Fyrir fundinn höfðu bræður fengið grein­ar­góðar upplýs­ingar um hvaða reglum yrði fylgt svo tryggt væri að allt gengi samkvæmt áætlun í baráttunni við vágestinn. Og þessum reglum var fylgt út í hörgul með því að virða bil milli bræðra og allir fundar­gestir báru grímu. Og bræður sprittuðu sig í gríð og erg.

37 bræður mættu á fundinn og það mátti sjá mikla gleði í augum allra þegar gengið var inn í húsakynni Reglunnar eftir margra mánaða aðskilnað. Og bræður voru furðu fljótir að þekkja hvorir aðra, þrátt fyrir að andlitin væru hulin grímu. Það nægði að horfast í augu og fylgjast með fasi manna. Og björninn var unninn. Og þó menn gætu ekki faðmast þá streymdi vinátta og kærleikur milli okkar bræðranna.

Upphaf fundarins var með sértækum hætti og væntanlega hefur enginn bróðir í salnum upplifað neitt slíkt áður. En það verður að hæla embætt­is­mönnum stúkunnar hvernig þeir tókust á við þetta strembna verkefni og leystu með sóma. 

Á fundinum var flutt skýrsla fjárhagsráðs vegna starfs Fjölnis ásamt því að hlustað var á skýrslu féhirðis. Stm. flutti ávarp og fór yfir helstu mál sem tengjast starfi stúkunnar, Það er ljóst að mönnum mun ekki falla störf úr hendi á nýju starfsári.

Og Rm. flutti svo einstaklega áhugavert fræðslu­erindi um þær miklu breyt­ingar sem veiran hefur leitt af sér. Og það væri rétt að horfast í augu við sjálfan sig, velta fyrir sér manns eigin tilvist í þessu ótrygga umhverfi.

Bræðra­mál­tíðin var einnig með nýstár­legri hætti en venjulega, en gekk einstaklega vel. Og það var endað með glæsi­legum einsöng og píanóleik þar sem sungin voru lög sem standa hjarta okkar nær.

Og af því að það er sífellt verið að skrifa um nýjungar í þessari frétt, þá er gaman að segja frá því að í sumar var ráðist í að skrifa nýtt skrán­ing­ar­kerfi fyrir fundarsókn sem tengjast mun heima­síðunni. Kerfið mun helst nýtast féhirðum og siðameisturum við móttöku brr. og undir­búning bróður­máltíða. Kerfið er tilbúið og það var reynslu­keyrt á fundinum okkar í gær. Og gekk alveg ljómandi vel. Frekari notkun á kerfinu mun svo hefjist um leið og heilbrigð­is­yf­irvöld slaka á sóttvarn­ar­að­gerðum.

Næsti fundur í Fjölni verður svo 6. október á III gr. Verði einhver breyting á þeim fundi, verður það tilkynnt bræðrum með tölvu­pósti og frétta­skrifum.

Og enn og aftur. Það var einstök tilfinning að koma til fundar á ný. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?