Jónsmessu­fundur á Hornbjargi

25. júní 2022

Hornbjarg

Laugar­daginn 25. júní 2022 mun St. Jóh. St. Njála á Ísafirði halda Jónsmessufund á I° á mjög svo sérstökum stað. Stefnt er á að halda fund á sjálfu Hornbjargi og er það gert til a minnast þess að 120 ár eru þá liðin frá því að fjórir Norðmenn og tveir þjóðverjar fóru frá Hesteyri í Jökul­fjörðum norður að Horni og héldu þar Jónsmessu­hátíð undir berum himni.

Er það annar tveggja fyrstu funda, sem vita er um hér á landi en hinn var haldinn á Jónsmessu tveimur árum fyrr við norsku hvalstöðina à Hesteyri.

Tilraun að frímúr­ar­a­fundi á Horni var svo gerð á Jónsmessu árið 1992 en að frátöldum undan­förum komst enginn að staðnum vegna veðurs. Tveimur árum seinna tókst svo a halda minning­arfund. Á hundrað ára afmælis­árinu 2002 var einnig farið og tala menn enn þann dag i dag um hvað ferðin hafði tekist afbragðs vel i alla staði. Hér að neðan má sjá stutt myndband sem var tekið í ferðinni fyrir 20 árum.

Dagskrá

Það fer eftir fjölda þátttakenda, hvort að brr. verða fluttir til Hornbjargs í 2 eða 3 hópum. Verður það ljóst fljótlega eftir að skráningu lýkur (þann 15. maí).

Áætlaður brott­faratími er milli kl 12:00 og 13:00 og mun sjóferðir á ísafirði sjá um að ferja brr. Ferðatími frá Ísafirði eru 2,5 klst.

Eftir komuna norður verða léttar veitingar í boði til þess að safna kröftum fyrir göngu að Ystadal, öllum er frjálst að hafa meðferðis bita í bakpokanum. Einnig gæti verð gott að hafa meðferðis vatn, eða aðra drykki því vatn á staðnum gæti verið óhreint.
Salern­is­að­staða er í Hornbæ.

Farið verður um kl. 17:30 í létta fjall­göngu sem tekur um 1 klst, með hækkun upp í 300m hæð, til að komast á fundarstað.
Nauðsynlegt er að brr. hafa líkamlega burði til fjalla­göng­unnar.

Jafn nauðsynlegt er að vera í góðum gönguskóm og hlýjum útivistarfatnaði. Von er á öllum veðrum þótt sumar sé !

Fundurinn sjálfur byrjar svo um kl. 19:00 og þegar honum lýkur býður okkar vel útilátin og glæsileg bróður­máltíð niðri við Hornbæ. Þá er eftir ferðin til baka til Ísafjarðar, þangað sem við komum einhvern tíman um nóttina.

Ef veður leyfir ekki að fara á Hornbjarg, þá fer fundurinn fram í húsakynnum Njálu á ísafirði.

Boðið verður upp á systraferð á meðan við fundum að Horni, dagskrá lyggur ekki fyrir að svo stöddu, en sendur verður póstur eða SMS á skráða bræður þegar það liggur fyrir. Verði fyrir þá dagskrá verður still í hóf.

Skráning

Skráning í ferðina er hafin hér á vef Reglunnar og má opna hana hér að neðan. Verð fyrir ferðina fram og til baka, auk máltíðar, eru 38.000 á mann.
Ekki er greitt fyrir ferðina í skrán­ingunni, heldur eru brr. beðnir að millifæra upphæðina inn á uppgefinn reikning strax að lokinni skráningu.
Skráning telst ekki staðfest fyrr en greiðsla hefur borist.

Smellið hér til að opna skrán­inguna.
Skrán­ingunni lýkur 15. maí — eða þegar ekki eru fleiri sæti eftir í ferðina. 

Reikn­ings­upp­lýs­ingar fyrir milli­færslu:
Upphæð: 38.000
Kt: 520182-0129
Reikn­ings­númer: 0156-26-005201

Tilkynn­ingar um greiðslu sendist á R. Njálu í netfangið: r.njala@frimur.is

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?