Jólasam­veru­stund Eddu

7. desember 2018

Jólasam­veru­stund Eddubræðra og systra verður haldin föstu­daginn 7. desember næstkomandi og hefst með samveru í stúkusal klukkan 19:00. Þar verða flutt ávörp og jólatengt efni, sama dagskrá og á jólafundi bræðra þann 5. des. Reiknað er með að stundin í salnum taki 30 — 45 mínútur en að því loknu verður bróður­bikar í boði og síðan gengið til borðhalds um kl 20:30.

Á matseðli er m.a. kalkúnn og viðeigandi meðlæti.

Rétt er að taka fram að bræður eru líka velkomnir einir.

Bræður klæðist kjólfötum og svörtu vesti en systur kvöld­klæðnaði (ekki síðkjóla­skylda).

Lokað hefur verið fyrir skráningu á fundinn.
Þar sem þetta er fundur utan hefðbund­innar dagskrár í húsinu eru bræður beðnir að skrá sig og hvort þeir mæta einir eða með systur.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?