Allt starf og samkomur felldar niður fram til 2. febrúar 2022 Sjá nánar.

Jólakveðja

Jólafundur - jólakveðja Röðuls 2021

Kæru bræður,

Enn á ný eru aðstæður okkar þannig að við fáum tækifæri til þess að slípa til og beita fyrir okkur þeim dygðum sem okkur þykir svo vænt um að rækja.  Við gættum því varúðar og hófsemi þegar ákveðið var að falla frá því að halda jólafund okkar Röðuls­bræðra nú í desem­ber­mánuði.

Ég veit að bæði bræður og systur sakna þess mikið að geta ekki komið saman á hátíð­legri stund og tendrað þar ljós.  En það er þó von um að ástandið fari batnandi! Með þraut­seigju og þolinmæði munum við standa sterkari saman og höfum í huga að oft geta orðið til hugmyndir og framþróun þegar á móti blæs og síst skildi.

Gott dæmi um það er hvernig fyrsta jólakortið varð til.  En það gerðist fyrir hreina tilviljun eða öllu heldur tímaskort.  Í desember 1843 varð Henry Cole, sem var mikils­metinn Lundúnabúi, það ljóst að hann væri orðin of seinn að skrifa allar jólakveðj­urnar til ættingja og vina.  Hann fékk því þá hugmynd að biðja lista­manninn John Callot Horsley, að hanna fyrir sig kort með staðlaðri kveðju.  Þetta tók aðeins nokkra daga og þá varð fyrsta jólakort sögunnar til.  Kortið var frekar látlaust í útliti, en mynd þess sýndi fólk í gleðskap og lítið var um trúar­legar tilvitnanir. Kveðja þess var einnig mjög stílhrein og einföld: „Gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár“.  Svo vildi til að Horsley þessi var einn af uppáhalds lista­mönnum Viktoríu drottn­ingar og varð hún strax hrifin af kortinu.  Að hennar tilstuðlan ákvað hann að gera fleiri kort og keypti drottning hundruð þeirra til þess að senda til fjölskyldu og vina. Þar með var ekki aftur snúið.

Hér fylgir með jólahug­vekja, þar sem góðum kveðjum er komið til skila til bræðranna og fölskyldna þeirra.

Það er von okkar að allir geti gefið sér tíma til að horfa á og rifja upp stúku­starfið og samveru okkar bræðra og systra. Í meðfylgjandi  Jólakveðju Röðuls

flytur kenni­maður Reglunnar, br. okkar í Röðli séra Haraldur M. Kristjánsson jólahug­vekju, Stm. Óskar G. Jónsson flytur okkur kveðjur sínar og leiðir dagskrá jólahug­vekj­unnar, br. Hermundur Guðsteinsson og br. Haukur Arnarr Gíslason Söngstjórar stúkunnar sáu til þess að veita jólakveðjunni enn meiri birtu og yl með tónlist­ar­at­riðum.

Að lokum kveiktum við hið heilaga ljós eins og okkar er siður.

Sérstakar þakkir til br. Sæmundar K. Sigurðs­sonar fyrir ómælda vinnu við gerð þessarar jólahug­vekju, takk Sæmundur.

 

Að endingu er við hæfi að nota orð Brynjólfs Sveins­sonar Skálholts­biskups frá 7. Janúar 1667, sem talið er vera elsta jólakveðja okkar Íslendinga:

Með ósk gleði­legra jóla, farsællegs nýja árs, og allra góðra heilla­stunda í Vors Herra nafni Amen.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?