Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Jólagleði Mímis

Söngur, gleði og gaman - bræður og systur saman

Föstu­daginn 6.desember síðast­liðinn komu Mímis­bræður og systur saman til Jólagleði og samveru­stundar. Húsið opnaði kl.18 og töfruðu br.Jónas Þórir og br.Bjarni Svein­bjarn­arson fram ljúfa tóna og gestir hristu sig saman fyrir fund. Á slaginu kl.19 hófst hátíð­ar­stund í Jóhann­es­ar­salnum.

Alls voru saman­komin ríflega 120 bræður og systur. Helga Magnús­dóttir sópran­söngkona flutti tónlist við undirleik söngstjóra stúkunnar br.Kára Allans­sonar. Jólahug­vekja, ritning­ar­lestur og fleira gladdi gesti og að afloknu hátíð­ar­haldi í Jóhann­es­arsal voru leikar færðir yfir í borðsal.

Glæsilega dekkuð borð biðu gestanna og voru matföng ekki af verri endanum. Dýrindis jólatvenna sem samanstóð af knassandi purusteik og dúnmjúkri kalkúna­bringu í bland við sykruð jarðepli, viðhafn­arkalk­úna­fyllingu og fleira sem br.Reynir Magnússon matreiðslu­meistari sá um að hantera og útbúa. Í dessert var svo hinn sígildi, danski “Risalamande” sem lauk með hefðbundinni möndlugjöf.

Það er alltaf hátíð­ar­bragur yfir borðhaldi um aðventu. Gleðin var allsráðandi, hlátur og kátína og konungleg skemmtun. Það styttist nú óðum til jóla og því kærkomin kvöld­stund í þeim aðdraganda. Frumraun þessi tókst sannarlega vel til og mun eflaust festa sig í sessi hjá okkur um ókomin ár.

Við Mímis­bræður eigum eftir að funda á III° og þvínæst höldum við okkar árlega Jólafund þann 16.desember n.k. Eru allir bræður sem hafa stig til hvattir að koma saman á III° og svo hittumst við á Jólafundinum góða þar á eftir.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?