Allt starf og samkomur felldar niður fram til 2. febrúar 2022 Sjá nánar.

Jólafundur St.Jóh. Eddu

Kæru bræður.

Næstkomandi þriðjudag, 7. desember er jólafundur Eddu á dagskrá.

Jólafund­urinn á sér langa hefð í frímúr­ara­starfi á Íslandi og eftir því sem næst verður komist var byrjað að halda jólafundi meðan St.Jóh.st.Edda var eina frímúr­ara­stúkan á Íslandi; mér er sagt að fyrsti jólafund­urinn hafi verið haldinn fyrir miðja síðustu öld. Má því segja að jólafund­irnir séu samgrónir sögu Eddu og þar með frímúr­ara­starfi á Íslandi.

Dagskrá fundarins verður vönduð að vanda. Eddubróð­irinn Haraldur Sigurðsson, guðfræð­ingur, flytur jólahug­vekju, söngbræður úr Glitni munu heimsækja okkur og flytja okkur aðventu- og jólalög, jólalag Eddu verður flutt að vanda og jólaguð­spjallið lesið og kerta­tendrunin, sem mörgum finnst ein hátíð­legasta stund ársins, verður á sínum stað.

Bróður­mál­tíðin verður síðan hefðbundin á sinn einstaka hátt með möndlugjöf og jólaanda.

Til að gefa sem flestum bræðrum tækifæri til að mæta til jólafundar Eddubræðra hefur verið ákveðið að nýta heimildir þær sem birtast í ákvörðun yfirstjórnar Reglunnar og byggja á fyrir­mælum stjórn­valda, að bjóða fleiri en 50 bræðrum að koma saman, enda framvísi þeir hraðprófi sem ekki er eldra en 48 klst.

Opnað verður fyrir skráningu bræðra nú þegar í dag.

Við innritun þegar bræður mæta til fundar framvísa þeir covidhraða­prófinu með því að sýna Sm. strika­merki í símanum, tölvupóst með neikvæðri niður­stöðu eða útprentun af öðru hvoru, allt eftir því hvað best hentar.

Mjög auðvelt er að fara í hraðpróf eins og flestir okkar vita nú þegar. Velja má um nokkra sýnatökustaði hér á höfuð­borg­ar­svæðinu og utan þess, skrá sig á hentugum tíma á vefsíðum og fá niður­stöður sendar innan klukkutíma að jafnaði. Ekki þarf að greiða fyrir hraðpróf.

Hægt að skrá sig nú þegar til sýnatöku fram í tímann, t.d. mánudaginn 6/12 eða þriðju­daginn 7/12, og hægt að velja úr tímum sem alla jafna eru ekki ásetnir.

Meðal þeirra staða sem bjóða uppá hraðpróf eru:

hradprof.covid.is

hradprof.is

testcovid.is

Covid.is

Ef einhverjar spurn­ingar vakna hjá bræðrum um hvernig þreyta skuli hraðprófið eða skrá sig til fundar má hafa samband við SM stúkunnar eða aðra embætt­ismenn og fá leiðbein­ingar og/eða aðstoð.

Fyrir fundinn munu bræður úr Bræðra­nefnd biðja ykkur bræðurna að taka með ykkur jólagjafir til að færa ekkjum Eddubræðra.   Eins og áður treystum við á að bræðurnir taki þetta verkefni að sér með jólaandann í hjarta og að við komum öllum gjöfunum út á mettíma.

Eiríkur Hreinn Helgason
Stólmeistari St.Jóh.st. Eddu

 

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?