Jólafundur Mímis

Brr. létu ekki slagveður á sig fá

Það var slagveður á mánudags­kvöldið, daginn eftir annan í Aðventu þegar að stúkan Mímir hélt sinn árlega jólafund. Hátt í 150 bræður voru saman komnir þar af tæplega 30 gestir.

Ræðumeistari stúkunnar flutti fallegt erindi og Frímúr­arakórinn söng. Valin­kunnir bræður léku á hljóðfæri og sungu einsöng þannig að ósvikin jólastemmning myndaðist. Að fundi loknum snæddu bræður sannkallaða jólamáltíð, hangikjöt og uppstúf. Að henni lokinni var borinn fram möndl­ugrautur. Undir lokin var boðið upp á kaffisopa og konfektmola.

Veður­ham­urinn var genginn niður og bræður, mettir á líkama og sál, héldu ánægðir heim á leið.

Stúkan Mímir óskar öllum gleði­legra jóla og farsældar á komandi ári.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?